Viðskipti innlent

Enn hækkar í­búða­verð á höfuð­borgar­svæðinu

Árni Sæberg skrifar
Mikill kraftur er í fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu.
Mikill kraftur er í fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um 1,4 prósent milli maí og júní. Árshækkun mælist nú 16 prósent og hefur ekki verið hærri síðan í október 2017. 

Hagsjá Landsbankans fjallar um málið og segir hækkanirnar nú orðnar áþekkar því sem sást á árunum 2016 og 2017 og hefur spenna aukist nokkuð umfram það sem spár gerðu ráð fyrir.

Spenna hefur aukist sérstaklega á markaði fyrir sérbýli, þar sem rúmlega 40 prósent eigna seljast á yfirverði. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur frá upphafi mælinga árið 2013.

Hagfræðideild Landsbankans telur því ólíklegt að þjóðhags- og verðbólguspá sem bankinn gaf út í maí síðastliðnum muni standast, en þar var því spáð að íbúðaverð myndi hækka um 10,5 prósent milli ára. Ólíklegt þykir að sú spá haldi miðað við þær hækkanir sem þegar hafa orðið.

Hækkun íbúðaverðs hefur verið 5,8 prósent síðustu þrjá mánuði, 10,1 prósent undanfarna sex mánuði og 16 prósent undanfarna tólf mánuði.

Helmingsaukning á fjölda seldra íbúða

Það sem af er ári hafa að jafnaði 811 íbúðir selst í hverjum mánuði á höfuðborgarsvæðinu. Það eru rúmlega helmingi fleiri íbúðir en seldust í hverjum mánuði í fyrra. 

Samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðskrár gengu 718 íbúðir kaupum og sölum í júní. Í sama mánuði í fyrra voru íbúðirnar 566. Hagfræðideild segir það athyglisvert í ljósi sumarfría og ferðalaga landans.

Hagfræðideild Landsbankans segir þessa miklu þenslu á fasteignamarkaði vera Seðlabankanum tilefni til áhyggja. Deildin telur ekki ólíklegt að gripið verði til frekari aðgerða til þess að hægja á eftirspurn eftir húsnæði. Seðlabankinn hefur þegar lækkað hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána úr 85 prósent af virði fasteignar niður í 80 prósent.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
3,51
8
12.443
ARION
3,14
50
1.071.334
KVIKA
2,7
31
455.882
ICESEA
2,41
5
28.358
REITIR
2,14
11
87.336

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-0,98
5
16.057
LEQ
-0,53
1
1.531
SKEL
0
5
9.145
SJOVA
0
7
34.847
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.