Viðskipti erlent

Auðjöfrar fjölmenna í geimnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Jeff Bezos og Richard Branson eru báðir á leið út í geim í þessum mánuði og á eigin geimförum.
Jeff Bezos og Richard Branson eru báðir á leið út í geim í þessum mánuði og á eigin geimförum. AP/Patrick Semansky og Mark J. Terrill

Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á.

Branson vonast til þess að geta flutt ferðamenn út í geim á geimskipum Virgin Galactic

Geimferðin mun hefjast á því að VSS Unity verður fest við botn breiðþotu og henni verður flogið í um 50 þúsund feta hæð. Þar verður geimfarinu sleppt og kveikt á eldflaugum þess sem munu bera það upp úr gufuhvolfinu.

Áhöfn og farþegar geimfarsins munu upplifa nokkurra mínútna þyngdarleysi, áður en geimfarið svífur aftur til jarðar. Þegar mest er verður geimfarið í um 89 kílómetra hæð yfir jörðu.

Þetta er í tuttugasta sinn sem VSS Unity verður skotið út í geim og í fjórða sinn sem menn verða um borð í því, samkvæmt frétt Reuters. Þá er þetta í fyrsta sinn sem geimflaugin er fullmönnuð, með tveimur flugstjórum og fjórum farþegum, þar á meðal Branson.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær á sunnudaginn til stendur að skjóta Branson og starfsmönnum hans á loft en bein útsending Virgin Galactic mun hefjast klukkan eitt þann dag.

Fleiri auðjöfrar stefna út í geim

Branson er ekki eini auðjöfurinn sem stefnir út í geim um þessar mundir. Það ætlar Jeff Bezos sér einnig. Seinna í mánuðinum stendur til að skjóta Bezos út í geim frá höfuðstöðvum Blue Origin, sem Bezos stofnaði.

Bezos, sem er 57 ára gamall, verður skotið á loft um borð í sjálfsstýrði geimflaug og verða þrír farþegar um borð. Þeir eru bróðir hans, 82 ára kona og sigurvegari góðgerðauppboðs.

Geimferð Bransons verður lengri en geimferð Besoz en sá síðarnefndi stefnir þó á að fara hærra en Branson, eða í um 106 kílómetra hæð, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.

Í september stendur svo til að skjóta Yusaku Maezawa, japönskum auðjöfri, út í geim um borð í geimskipi SpaceX, fyrirtækis auðjöfursins Elons Musk. Sú ferð á að standa yfir í þrjá daga en geimfarið verður á braut um jörðu, sem er töluvert hærra en hinar geimferðirnar ná.


Tengdar fréttir

Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon

Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns.

Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum

Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði.

Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum

Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði.

NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum.

Bæði Bezoz og Branson sendu geimför út í geim

Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×