Viðskipti innlent

Lands­bankinn hækkar vexti í­búða­lána

Eiður Þór Árnason skrifar
Stutt er síðan allir stóru viðskiptabankarnir hækkuðu útlánavexti sína í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. 
Stutt er síðan allir stóru viðskiptabankarnir hækkuðu útlánavexti sína í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans.  Vísir/Vilhelm

Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig.

Breytingin tekur gildi á morgun, fimmtudaginn 8. júlí. Vextir á óverðtryggðum íbúðalánum með breytilegum vöxtum haldast óbreyttir í 3,45 prósentum.

Þetta kemur fram á vef bankans sem segir að vaxtabreytinguna megi fyrst og fremst rekja til breytinga á ávöxtunarkröfu sértryggðra skuldabréfa útgefnum af Landsbankanum.

Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki hækkuðu allir vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þann 1. júní síðastliðinn í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Af þeim þremur var Landsbankinn sá eini til að halda föstum vöxtum á óverðtryggðum íbúðalánum óbreyttum.


Tengdar fréttir

Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum

Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál.

Bankarnir hækkuðu allir vexti hús­næðis­lána í dag

Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×