Hagar úthluta kauprétti að einu prósenti hlutafjár í félaginu Árni Sæberg skrifar 6. júlí 2021 23:10 Framkvæmdarstjórnarmenn Haga eiga nú veinan kauprétt að hlutum félagsins. Í tilkynningu frá Högum hf. í dag kemur fram að á fundi stjórnar félagsins þann 25. júní hafi verið ákveðið að veita tilteknum lykilstarfsmönnum félagsins kauprétti að allt að 11.806.246 hlutum í félaginu, eða sem samsvarar einu prósenti af hlutafé Haga hf. Rúmlega helmingur kaupréttarins eða að 6.800.398 hlutum var veittur framkvæmdarstjórn félagsins. Hverjum framkvæmdarstjórnarmanni var því veittur kaupréttur að 850.000 hlutum. Í tilkynningunni segir að með kaupréttarkerfinu sé sett upp langtíma hvatakerfi Haga hf. sem er ætlað að tvinna saman hagsmuni lykilstarfsmanna Haga hf. og hluthafa félagsins, með kerfi sem leiðréttir fyrir ávöxtunarkröfu og úthlutun af eignum félagsins og gerir þannig kaupréttarhafa og hluthafa jafnsetta. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttarkerfi sem samþykkt var á aðalfundi Haga hf. þann 3. júní 2021. Meginefni kaupréttarsamninganna er sem hér segir: Nýtingarverð kaupréttanna er 60,4 krónur fyrir hvern hlut, það er dagslokagengi hluta í Högum hf. eins og það er skráð á Nasdaq Iceland í íslenskum krónum degi fyrir úthlutun á aðalfundi þann 3. júní 2021. Nýtingarverð skal leiðrétt til lækkunar fyrir framtíðar arðgreiðslum og leiðrétt til hækkunar með 3 prósent árlegum vöxtum ofan á áhættulausa vexti frá úthlutunardegi og fram að fyrsta mögulega nýtingardegi fyrir hvert nýtingartímabil. Ávinnsludagur er þremur árum frá úthlutun. Nýtingartímabil hefst þegar í stað eftir lágmarks ávinnslutíma en þá er unnt að nýta þriðjung af kaupréttum, ári eftir það er unnt að nýta annan þriðjung af kaupréttum og ári eftir það restina af kaupréttum. Forstjóra og öðrum meðlimum framkvæmdastjórnar ber að halda eftir hlutum sem nema fjárhæð hreins hagnaðar af nýttum kaupréttum, að frádregnum sköttum, þar til eftirfarandi fjárhæðarviðmiðum er náð, mælt í virði hlutafjáreignar í félaginu sem margfeldi af grunnárslaunum: forstjóri tólfföld mánaðarlaun; aðrir meðlimir framkvæmdastjórnar sexföld mánaðarlaun. Almennt séð falla kaupréttir niður fyrir ávinnslutíma ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið. Komi til þess að breyting verður á yfirráðum í félaginu ávinnast allir útistandandi kaupréttir þegar í stað. Félaginu er óheimilt að veita lán eða ábyrgðir af nokkru tagi í tengslum við kaupréttarkerfið Heildarkostnaður félagsins, samkvæmt reiknilíkani Black & Scholes, vegna þeirra kaupréttarsamninga sem gerðir eru, er áætlaður um 95 milljónir króna á næstu sex árum. Kauphöllin Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Rúmlega helmingur kaupréttarins eða að 6.800.398 hlutum var veittur framkvæmdarstjórn félagsins. Hverjum framkvæmdarstjórnarmanni var því veittur kaupréttur að 850.000 hlutum. Í tilkynningunni segir að með kaupréttarkerfinu sé sett upp langtíma hvatakerfi Haga hf. sem er ætlað að tvinna saman hagsmuni lykilstarfsmanna Haga hf. og hluthafa félagsins, með kerfi sem leiðréttir fyrir ávöxtunarkröfu og úthlutun af eignum félagsins og gerir þannig kaupréttarhafa og hluthafa jafnsetta. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttarkerfi sem samþykkt var á aðalfundi Haga hf. þann 3. júní 2021. Meginefni kaupréttarsamninganna er sem hér segir: Nýtingarverð kaupréttanna er 60,4 krónur fyrir hvern hlut, það er dagslokagengi hluta í Högum hf. eins og það er skráð á Nasdaq Iceland í íslenskum krónum degi fyrir úthlutun á aðalfundi þann 3. júní 2021. Nýtingarverð skal leiðrétt til lækkunar fyrir framtíðar arðgreiðslum og leiðrétt til hækkunar með 3 prósent árlegum vöxtum ofan á áhættulausa vexti frá úthlutunardegi og fram að fyrsta mögulega nýtingardegi fyrir hvert nýtingartímabil. Ávinnsludagur er þremur árum frá úthlutun. Nýtingartímabil hefst þegar í stað eftir lágmarks ávinnslutíma en þá er unnt að nýta þriðjung af kaupréttum, ári eftir það er unnt að nýta annan þriðjung af kaupréttum og ári eftir það restina af kaupréttum. Forstjóra og öðrum meðlimum framkvæmdastjórnar ber að halda eftir hlutum sem nema fjárhæð hreins hagnaðar af nýttum kaupréttum, að frádregnum sköttum, þar til eftirfarandi fjárhæðarviðmiðum er náð, mælt í virði hlutafjáreignar í félaginu sem margfeldi af grunnárslaunum: forstjóri tólfföld mánaðarlaun; aðrir meðlimir framkvæmdastjórnar sexföld mánaðarlaun. Almennt séð falla kaupréttir niður fyrir ávinnslutíma ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið. Komi til þess að breyting verður á yfirráðum í félaginu ávinnast allir útistandandi kaupréttir þegar í stað. Félaginu er óheimilt að veita lán eða ábyrgðir af nokkru tagi í tengslum við kaupréttarkerfið Heildarkostnaður félagsins, samkvæmt reiknilíkani Black & Scholes, vegna þeirra kaupréttarsamninga sem gerðir eru, er áætlaður um 95 milljónir króna á næstu sex árum.
Kauphöllin Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira