atNorth semur um kaup á raforku í kjölfar stækkunar gagnavera Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2021 09:28 Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri ADC. Landsvirkjun Landsvirkjun og atNorth hafa undirritað nýjan raforkusamning til tveggja ára. Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun, en fyrr á árinu var gengið frá öðrum slíkum samningi og sé því um mikla aukningu í viðskiptum að ræða á stuttum tíma. „AtNorth er 100% eigandi ADC ehf. [Advania Data Centers], sem hefur verið viðskiptavinur Landsvirkjunar um árabil. Starfsmenn eru um 50 talsins auk fjölda verktaka og árleg heildarvelta nemur yfir sex milljörðum króna. Starfsemin fer að mestu fram hér á landi en í lok ársins er áformað að taka í notkun gagnaver í Stokkhólmi, þar sem hitinn frá tölvubúnaði verður nýttur til húshitunar. Gagnaverið sem hefur vaxið hratt á undanförnum árum er staðsett á Fitjum í Reykjanesbæ og er gagnaverið eitt það stærsta í Evrópu. Raforkusamningurinn gerir atNorth kleift að mæta sívaxandi eftirspurn eftir ofurtölvuafli og sérfræðiþjónustu í bálkakeðjutækni (e. blockchain). Í takt við aukna eftirspurn var nýverið lokið við stækkun á þeim hluta gagnaversins sem tryggir hámarks rekstraröryggi og uppfyllir strangar öryggiskröfur. Slík skilyrði eru forsenda þess að þjónusta framsækin alþjóðleg fyrirtæki sem nýta ofurtölvur, t.d. á sviði gervigreindar og útreikninga fyrirtækja sem eru umsvifamikil á sviði rannsókna og vísinda. Markaðssókn til framtíðar beinist í auknum mæli að slíkum verkefnum. Aðstæður hér á landi eru ákjósanlegar fyrir starfsemi gagnavera með fyrirsjáanlegum raforkuverðum, endurnýjanlegri uppsprettu orkunnar og köldu loftslagi sem dregur úr kostnaði við kælingu á tölvubúnaði,“ segir í tilkynningunni. Annar samningurinn á tveimur dögum Greint var frá því í gær að Landsvirkjun og Verne Global hf. Hafi undirritað nýjan raforkusamning sem gildir til 2030. Í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Verne Global hefur átt í viðskiptum við Landsvirkjun frá 2009 og var fyrsta alþjóðlega gagnaverið sem komið var á fót á Íslandi. Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun, en fyrr á árinu var gengið frá öðrum slíkum samningi og sé því um mikla aukningu í viðskiptum að ræða á stuttum tíma. „AtNorth er 100% eigandi ADC ehf. [Advania Data Centers], sem hefur verið viðskiptavinur Landsvirkjunar um árabil. Starfsmenn eru um 50 talsins auk fjölda verktaka og árleg heildarvelta nemur yfir sex milljörðum króna. Starfsemin fer að mestu fram hér á landi en í lok ársins er áformað að taka í notkun gagnaver í Stokkhólmi, þar sem hitinn frá tölvubúnaði verður nýttur til húshitunar. Gagnaverið sem hefur vaxið hratt á undanförnum árum er staðsett á Fitjum í Reykjanesbæ og er gagnaverið eitt það stærsta í Evrópu. Raforkusamningurinn gerir atNorth kleift að mæta sívaxandi eftirspurn eftir ofurtölvuafli og sérfræðiþjónustu í bálkakeðjutækni (e. blockchain). Í takt við aukna eftirspurn var nýverið lokið við stækkun á þeim hluta gagnaversins sem tryggir hámarks rekstraröryggi og uppfyllir strangar öryggiskröfur. Slík skilyrði eru forsenda þess að þjónusta framsækin alþjóðleg fyrirtæki sem nýta ofurtölvur, t.d. á sviði gervigreindar og útreikninga fyrirtækja sem eru umsvifamikil á sviði rannsókna og vísinda. Markaðssókn til framtíðar beinist í auknum mæli að slíkum verkefnum. Aðstæður hér á landi eru ákjósanlegar fyrir starfsemi gagnavera með fyrirsjáanlegum raforkuverðum, endurnýjanlegri uppsprettu orkunnar og köldu loftslagi sem dregur úr kostnaði við kælingu á tölvubúnaði,“ segir í tilkynningunni. Annar samningurinn á tveimur dögum Greint var frá því í gær að Landsvirkjun og Verne Global hf. Hafi undirritað nýjan raforkusamning sem gildir til 2030. Í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Verne Global hefur átt í viðskiptum við Landsvirkjun frá 2009 og var fyrsta alþjóðlega gagnaverið sem komið var á fót á Íslandi.
Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira