Viðskipti innlent

Huppa sektuð um fimm milljónir fyrir að vakta fata­skipti­að­stöðu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Huppuís ehf. rekur fimm ísbúðir en í einni þeirra fór fram rafræn vöktun í fataskiptiaðstöðu starfsmanna, sem margir hverjir eru undir lögaldri. 
Huppuís ehf. rekur fimm ísbúðir en í einni þeirra fór fram rafræn vöktun í fataskiptiaðstöðu starfsmanna, sem margir hverjir eru undir lögaldri.  Vísir/Vilhelm

Huppuís efh. hefur verið sektaður um fimm milljónir króna af Persónuvernd fyrir að hafa haldið út rafrænni vöktun í einni af fimm ísbúðum fyrirtækisins. Vöktunin fór fram í rými þar sem starfsmenn, sem margir eru undir lögaldri, notuðu til fataskipta.

Þetta kemur fram í ákvörðun Persónuverndar sem DV greindi fyrst frá. Málið kom inn á borð Persónuverndar eftir að starfsmaður kvartaði undan vöktuninni. Þá kvartaði hann einnig yfir að merkingum um rafræna vöktun hafi verið ábótavant og að starfsmönnum ísbúðarinnar hafi ekki verið tilkynnt um vöktunina eða þeir fengið fræðslu um réttindi sín í tengslum við hana.

Var starfsmanninum sagt upp störfum í kjölfar kvörtunarinnar.

Meðal þess sem tekið var tillit til við ákvörðun sektarinnar var að brotin voru mörg og beindust gegn einstaklingum undir lögaldri en þeir eiga að njóta sérstakrar verndar.

Þá kemur fram í ákvörðuninni að atvinnurekendur beri fulla ábyrgð á því að rekstur þeirra samrýmist settum lögum og reglum á hverjum tíma. Þeim væri því skylt að tryggja viðunandi starfsumhverfi og réttindi starfsmanna sinna. Því gæti fyrirtækið ekki borið fyrir sig vanþekkingu á lögum og reglum. Þá var sektin þyngd vegna þess að brot Huppu vörðuðu hagsmuni barns.

Huppuís hefur einnig verið gert að stöðva rafrænu vöktunina og eyða efni sem tekið hefur verið upp á eftirlitsmyndavélinni sem staðsett var í rýminu. Þá hefur fyrirtækinu verið gert að fara yfir og uppfæra verklagsreglur og fræðslu sem starfsmönnum er veitt vegna vöktunarinnar.


Tengdar fréttir

Ísbúðir fá á baukinn vegna skorts á upplýsingum

Ísbúðirnar Brynjuís, Huppa, Joylato, Hafís og Eldur & ís hafa gerst brotleg við lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu með ófullnægjandi upplýsingagjöf um þjónustuveitanda á vefsíðum sínum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
6,9
58
355.843
ICEAIR
2,37
249
820.226
LEQ
1,46
2
1.138
ORIGO
0,81
8
49.987
BRIM
0,67
11
11.558

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,65
5
46.100
EIK
-2,34
13
38.828
EIM
-2,07
6
142.688
FESTI
-1,83
11
608.952
REITIR
-1,83
7
64.628
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.