Viðskipti innlent

Kjarasamningarnir sögð ein af forsendum framtíðarmöguleika Play

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Samkvæmt útboðsgögnunum á félagið mikið undir því að kjarasamningarnir standi.
Samkvæmt útboðsgögnunum á félagið mikið undir því að kjarasamningarnir standi. Play

Þeir kjarasamningar sem stjórnendur Play hafa gert við flugmenn og áhöfn eru ein af grunnstoðum rekstraráætlunar félagsins og framtíðarmöguleika. 

Ef þeir verða dæmdir ógildir eða reynast óframkvæmanlegir mun það skaða samkeppnisstöðu Play og hafa neikvæð áhrif á rekstur og afkomu félagsins.

Þetta kemur fram í útboðsgöngum flugfélagsins.

Þar segir að Play, sem áður hét WAB air, hafi gert tvo samninga við Íslenska flugstéttarfélagið, sem hafi samið fyrir hönd flugmanna og áhafnarmeðlima. Tekið er fram að báðir samingarnir séu nýir og enn hafi ekki reynt á þá.

Þá er greint frá því að Alþýðusamband Íslands og önnur launþegasamtök hafi gert athugasemdir við samningana og gagnrýnt fyrirtækið fyrir að ganga frá þeim án aðkomu starfsmanna. 

Engin dómsmál séu þó í gangi þessu tengd.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ISB
3,64
144
219.838
SKEL
3,35
3
34.200
EIK
2,71
7
83.793
SYN
1,83
5
20.798
ARION
1,22
55
1.012.033

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,95
71
62.862
FESTI
-0,74
8
158.452
ORIGO
-0,72
8
186.639
SVN
-0,15
9
6.587
ICESEA
0
5
29.250
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.