Þorsteinn Már biðst afsökunar fyrir hönd Samherja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júní 2021 06:24 Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson undirritar afsökunarbeiðni sem birtist sem heilsíðuauglýsing í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu. „Veikleikar voru í stjórnskipulagi og lausatök sem ekki áttu að líðast. Við brugðumst ekki við eins og okkur bar. Þetta hefur valdið uppnámi hjá starfsfólki okkar, fjölskyldum, vinum, samstarfsaðilum, viðskiptavinum og víða í samfélaginu. Við hörmum þetta og biðjumst einlæglega afsökunar,“ segir í yfirlýsingunni. „Það geri ég persónulega sem forstjóri og einnig fyrir hönd félagsins sem ætíð hefur haft vönduð vinnubrögð að leiðarljósi í allri sinni starfsemi.“ Segist vilja draga lærdóm af „mistökunum“ Í yfirlýsingunni kemur ekkert fram um ábyrgð fyrirtækisins eða einstakra stjórnenda hvað varðar þær rannsóknir sem hafa verið í gangi í Namibíu og víðar á meintum mútugreiðslum Samherja til þarlendra ráðamanna. Né heldur er komið inn á háttsemi svokallaðrar „skæruliðadeildar Samherja“. „Við viljum ekki láta við það sitja að biðjast afsökunar heldur draga lærdóm af þessum mistökum og tryggja að ekkert slíkt gerist aftur. Í því skyni höfum við gripið til viðamikilla ráðstafana,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að fyrirtækið vilji horfa fram á veginn. „Mistök okkar í Namibíu eru ekki síst okkur sjálfum mikil vonbrigði,“ segir einnig, án þess þó að hinir „ámælisverðu viðskiptahættir“ eða mistök séu tíunduð. „Við munum ekki láta slíkt henda aftur.“ Fyrir neðan textann segir að nálgast megi ítarlegri yfirlýsingu á heimasíðu Samherja en hana var ekki að finna á síðunni þegar þessi frétt var skrifuð. Yfirlýsingin sem birtist sem heilsíðuauglýsing í blöðunum í dag. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin. 31. maí 2021 11:30 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
„Veikleikar voru í stjórnskipulagi og lausatök sem ekki áttu að líðast. Við brugðumst ekki við eins og okkur bar. Þetta hefur valdið uppnámi hjá starfsfólki okkar, fjölskyldum, vinum, samstarfsaðilum, viðskiptavinum og víða í samfélaginu. Við hörmum þetta og biðjumst einlæglega afsökunar,“ segir í yfirlýsingunni. „Það geri ég persónulega sem forstjóri og einnig fyrir hönd félagsins sem ætíð hefur haft vönduð vinnubrögð að leiðarljósi í allri sinni starfsemi.“ Segist vilja draga lærdóm af „mistökunum“ Í yfirlýsingunni kemur ekkert fram um ábyrgð fyrirtækisins eða einstakra stjórnenda hvað varðar þær rannsóknir sem hafa verið í gangi í Namibíu og víðar á meintum mútugreiðslum Samherja til þarlendra ráðamanna. Né heldur er komið inn á háttsemi svokallaðrar „skæruliðadeildar Samherja“. „Við viljum ekki láta við það sitja að biðjast afsökunar heldur draga lærdóm af þessum mistökum og tryggja að ekkert slíkt gerist aftur. Í því skyni höfum við gripið til viðamikilla ráðstafana,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að fyrirtækið vilji horfa fram á veginn. „Mistök okkar í Namibíu eru ekki síst okkur sjálfum mikil vonbrigði,“ segir einnig, án þess þó að hinir „ámælisverðu viðskiptahættir“ eða mistök séu tíunduð. „Við munum ekki láta slíkt henda aftur.“ Fyrir neðan textann segir að nálgast megi ítarlegri yfirlýsingu á heimasíðu Samherja en hana var ekki að finna á síðunni þegar þessi frétt var skrifuð. Yfirlýsingin sem birtist sem heilsíðuauglýsing í blöðunum í dag.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin. 31. maí 2021 11:30 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin. 31. maí 2021 11:30
Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43