Samstarf

Risakisur og fuglahundar á opnunarhátíð Joserabúðarinnar

Joserabúðin

 Stórskemmtileg dagskrá í Ögurhvarfi 2 á morgun.

Joserabúðin er ný og skemmtileg gæludýrabúð sem opnar í Ögurhvarfi 2, Kópavogi. Opnunarhátíð verður haldin á sjálfan þjóðhátíðardaginn, fimmtudaginn 17. júní. Þar verður m.a. hægt að skoða svokallaðar „risakisur“, en það eru húskettir af stærri gerð en við eigum að venjast. Þá verður sýndur „fuglahundur“ en þar kemur einnig dúfa við sögu. Hundar munu skella sér í hundblautt hundabað fyrir opnunargesti og leysa ýmsar þrautir. Grillaðar verða pylsur ofan í gesti og hundarnir fá pizzu. 

Gæludýr eru velkomin í heimsókn í fylgd með tvífætlingum. 15% opnunarafsláttur verður af öllu í búðinni, aðeins þennan dag og gestir geta átt von á óvæntum gjöfum.

Joserabúðin er alhliða gæludýraverslun sem selur gæðafóður frá Josera og allt sem gæludýrin þurfa. Auk þess er selt hestafóður og fleira sem tengist dýrahaldi. Dagskrá opnunarhátíðar má sjá á Facebook-síðu Joserabúðarinnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.