Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2021 23:16 Jeff Bezos er einn ríkasti maður í heimi. Þegar hann fer út í geim er mjög líkegt að hann verði ríkasti maður í geimi. Jonathan Newton / The Washington Post via Getty Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. Geimferðafyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu Bezos, greindi frá þessu á Twitter í dag og að nafn hæstbjóðandans yrði gert opinbert á næstu vikum. The name of the auction winner will be released in the weeks following the auction’s conclusion. Then, the fourth and final crew member will be announced – stay tuned.— Blue Origin (@blueorigin) June 12, 2021 Auk hins dularfulla hæstbjóðanda og Bezos, sem samkvæmt Forbes er næstríkasti maður heims þessa stundina, fer Mark Bezos, bróðir Jeff, með í ferðina. Fjárhæðin sem hæstbjóðandi kemur til með að láta af hendi rakna mun renna í sjóð á vegum fyrirtækis Bezos, sem ber heitir Club for the Future. Sjóðurinn hefur það markmið að styðja við áframhaldandi vöxt í ýmsum vísindagreinum, með áherslu á rannsóknir á lífi mannfólks í geimnum, að því er fram kemur á vefsíðu sjóðsins. Geimferð Bezos-bræðra og huldubjóðandans er á dagskrá þann 20. júlí. Frá þessu greindi Bezos í Instagram-færslu á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos) Geimurinn Bandaríkin Amazon Tengdar fréttir Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Geimferðafyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu Bezos, greindi frá þessu á Twitter í dag og að nafn hæstbjóðandans yrði gert opinbert á næstu vikum. The name of the auction winner will be released in the weeks following the auction’s conclusion. Then, the fourth and final crew member will be announced – stay tuned.— Blue Origin (@blueorigin) June 12, 2021 Auk hins dularfulla hæstbjóðanda og Bezos, sem samkvæmt Forbes er næstríkasti maður heims þessa stundina, fer Mark Bezos, bróðir Jeff, með í ferðina. Fjárhæðin sem hæstbjóðandi kemur til með að láta af hendi rakna mun renna í sjóð á vegum fyrirtækis Bezos, sem ber heitir Club for the Future. Sjóðurinn hefur það markmið að styðja við áframhaldandi vöxt í ýmsum vísindagreinum, með áherslu á rannsóknir á lífi mannfólks í geimnum, að því er fram kemur á vefsíðu sjóðsins. Geimferð Bezos-bræðra og huldubjóðandans er á dagskrá þann 20. júlí. Frá þessu greindi Bezos í Instagram-færslu á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos)
Geimurinn Bandaríkin Amazon Tengdar fréttir Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40