Viðskipti innlent

Lofa djamm­þyrstum áður ó­þekktu skemmtana­haldi

Jakob Bjarnar skrifar
Hjónin Katrín Ólafsson og Jón Bjarni Steinsson. Þau hafa nú tekið yfir reksturinn á Pablo Discobar og munu reka hann í nánu samstarfi við Secret Solstice-tónlistarhátíðina.
Hjónin Katrín Ólafsson og Jón Bjarni Steinsson. Þau hafa nú tekið yfir reksturinn á Pablo Discobar og munu reka hann í nánu samstarfi við Secret Solstice-tónlistarhátíðina. aðsend

Hjónin Jón Bjarni Steinsson og Katrín Ólafsson hafa yfirtekið reksturinn á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Veltusund og lofa því að bjóða djammþyrstum uppá áður óþekkt skemmtanahald.

Þau Jón Bjarni og Katrín reka skemmtistaðinn Dillon við Laugaveg og eru jafnframt að opna veitingastað í Garðabæ. Það er því engan bilbug á þeim að finna þrátt fyrir að allur veitingageirinn hafi hlotið þungt högg vegna kórónuveirunnar. En nú horfir til betri tíðar. Jón Bjarni segist reyndar hafa lofað sjálfum sér því um síðustu áramót að losa sig út úr veitingabransanum, en það verður bið á því. Fyrirsjáanlega.

Pablo Discobar verður rekinn í nánu samstarfi við Secret Solstice-tónlistarhátíðina.

„Við höfum ekki fengið að skemmta Íslendingum síðan 2019 og getum ekki beðið eftir því að opna útibú í miðbæ Reykjavíkur þar sem við getum skemmt djammþyrstum alla daga vikunnar allt árum um kring,“ segir Jón Bjarni.

Nú er unnið að því að standsetja staðinn og finna starfsfólk en stefnt er að opnun í júlí.aðsend

Hann segir að staðurinn verði rekinn með sama sniði og áður.

„Nema við munum nýta okkar sambönd til þess að gera hluti sem ekki hafa áður sést í skemmtanahaldi í miðbæ Reykjavíkur. Það rými sem áður hýsti veitingastaðinn Burro mun verða hluti af barnum auk þess sem hægt verður að leigja salina fyrir hópa.“

Hvað þýðir það?

„Við höfum sambönd við erlenda aðila sem myndu kannski ekki undir venjulegum kringumstæðum ekki koma og spila á stað sem tekur rétt um 100 manns. En eru til í að koma og skemmta sér með okkur.“

Nú er unnið að því að koma staðnum í stand og finna starfsfólk en stefnt er að opnun í júlí. Spurður um hvernig horfi með Secret Solstice-hátíðina, en vandkvæðum hefur verið bundið að finna hátíðinni stað segir Jón Bjarni að Garðabær sé með málið til skoðunar. Og eftir því sem honum skilst eru menn þar jákvæðir þar á bæ en ekki er vert að tala um stöðuna fyrr en eitthvað liggur fyrir þar um.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.