Gagnaleki sýnir að ofurríkir borga lítinn sem engan skatt Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. júní 2021 07:34 Í gögnunum er því haldið fram að Jeff Bezos, eigandi Amazon, hafi ekki greitt neinn skatt 2007 og 2011. AP Ríkustu menn Bandaríkjanna borga flestir hverjir lítinn sem engan skatt af tekjum sínum. Þetta kemur fram í gögnum um skattgreiðslur þeirra sem hefur verið lekið til fréttamiðilsins ProPublica. BBC segir frá því að til að mynda sé því haldið fram að Jeff Bezos, eigandi Amazon og einn ríkasti maður jarðar, hafi hreinlega ekki greitt neinn skatt árin 2007 og 2011. Sama eigi við um Elon Musk, eiganda Tesla, sem borgaði engan skatt árið árið 2018. Talsmaður Hvíta hússins í Bandaríkjunum hefur þegar brugðist við fregnum af lekanum og segir hann ólöglegan en gögnin virðast koma frá bandaríska skattstjóranum. Alríkislögreglan mun vera að rannsaka málið. ProPublica segjast búa yfir miklum upplýsingum sem þau ætla að birta á næstu dögum. Miðillinn heldur því fram að gögnin sýni fram á að 25 ríkustu Bandaríkjamennirnir borgi að jafnaði lægri skatt heldur en meðalmaðurinn, eða tæplega sextán prósent af tekjum sínum. Fréttamiðillinn notaðist við gögn frá tímaritinu Forbes og segir frá því að auðævi 25 ríkustu Bandaríkjamannanna hafi samanlagt aukist um 401 milljarða Bandaríkjadala á árunum 2014 til 2018. Á þeim árum hafi þeir samtals greitt 13,6 milljarða dala í tekjuskatt. Bandaríkin Tesla Amazon Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
BBC segir frá því að til að mynda sé því haldið fram að Jeff Bezos, eigandi Amazon og einn ríkasti maður jarðar, hafi hreinlega ekki greitt neinn skatt árin 2007 og 2011. Sama eigi við um Elon Musk, eiganda Tesla, sem borgaði engan skatt árið árið 2018. Talsmaður Hvíta hússins í Bandaríkjunum hefur þegar brugðist við fregnum af lekanum og segir hann ólöglegan en gögnin virðast koma frá bandaríska skattstjóranum. Alríkislögreglan mun vera að rannsaka málið. ProPublica segjast búa yfir miklum upplýsingum sem þau ætla að birta á næstu dögum. Miðillinn heldur því fram að gögnin sýni fram á að 25 ríkustu Bandaríkjamennirnir borgi að jafnaði lægri skatt heldur en meðalmaðurinn, eða tæplega sextán prósent af tekjum sínum. Fréttamiðillinn notaðist við gögn frá tímaritinu Forbes og segir frá því að auðævi 25 ríkustu Bandaríkjamannanna hafi samanlagt aukist um 401 milljarða Bandaríkjadala á árunum 2014 til 2018. Á þeim árum hafi þeir samtals greitt 13,6 milljarða dala í tekjuskatt.
Bandaríkin Tesla Amazon Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent