BBC segir frá því að til að mynda sé því haldið fram að Jeff Bezos, eigandi Amazon og einn ríkasti maður jarðar, hafi hreinlega ekki greitt neinn skatt árin 2007 og 2011. Sama eigi við um Elon Musk, eiganda Tesla, sem borgaði engan skatt árið árið 2018.
Talsmaður Hvíta hússins í Bandaríkjunum hefur þegar brugðist við fregnum af lekanum og segir hann ólöglegan en gögnin virðast koma frá bandaríska skattstjóranum. Alríkislögreglan mun vera að rannsaka málið.
ProPublica segjast búa yfir miklum upplýsingum sem þau ætla að birta á næstu dögum. Miðillinn heldur því fram að gögnin sýni fram á að 25 ríkustu Bandaríkjamennirnir borgi að jafnaði lægri skatt heldur en meðalmaðurinn, eða tæplega sextán prósent af tekjum sínum.
Fréttamiðillinn notaðist við gögn frá tímaritinu Forbes og segir frá því að auðævi 25 ríkustu Bandaríkjamannanna hafi samanlagt aukist um 401 milljarða Bandaríkjadala á árunum 2014 til 2018. Á þeim árum hafi þeir samtals greitt 13,6 milljarða dala í tekjuskatt.