Viðskipti innlent

Mun stýra mann­auðs­málum hjá Norður­áli

Atli Ísleifsson skrifar
Guðný Björg Hauksdóttir.
Guðný Björg Hauksdóttir. Norðurál

Guðný Björg Hauksdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs Norðuráls.

Í tilkynningu kemur fram að frá árinu 2011 hafi Guðný Björg verið framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Alcoa Fjarðaáli, en hún hafi einnig gegnt ýmsum störfum hjá álverinu eystra frá stofnun þess. 

„Guðný Björg hefur lokið Diploma námi í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og er með BA í stjórnmálafræði.

Guðný Björg tekur við starfinu af Sigrúnu Helgadóttur sem nýlega tók við starfi framkvæmdastjóra Norðuráls Grundartanga.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×