Viðskipti innlent

Kristín tekur við af Sig­nýju sem fjár­mála­stjóri Sýnar

Atli Ísleifsson skrifar
Kristín Friðgeirsdóttir tekur við sem fjármálastjóri Sýnar.
Kristín Friðgeirsdóttir tekur við sem fjármálastjóri Sýnar. HR

Kristín Friðgeirsdóttir hefur verið ráðin sem fjármálastjóri Sýnar hf. Hún tekur við af Signýju Magnúsdóttur sem snýr aftur til Deloitte og bætist í hóp hluthafa þess félags.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Þar segir að Kristín hafi undarfarin ár starfað sem alþjóðlegur ráðgjafi í tekjustýringu, gagnagreiningu og stefnumarkandi ákvarðanatöku.

Signý Magnúsdóttir tók við sem fjármálastjóri Sýnar árið 2019.Sýn

„Hún hefur jafnframt kennt MBA og stjórnendanámskeið í London Business School. Kristín hefur setið í stjórnum Kviku banka, Eikar, Controlant, Distica og Völku og var áður varaformaður TM og stjórnarformaður Haga. Kristín er með mastersgráðu í fjármálaverkfærði og doktorsgráðu í rekstrarverkfræði frá Stanford háskóla,“ segir í tilkynningunni.

Vísir er í eigu Sýnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×