Bílar

Bíll ársins - Volkswagen ID.4

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
ID.4 fremstur meðal jafningja.
ID.4 fremstur meðal jafningja. Kristinn Ásgeir Gylfason

Volkswagen ID.4 varð hlutskarpastur í vali BÍBB (Bandalags íslenskra bílablaðamanna) á Bíl ársins. Verðlaunin voru veitt í höfuðstöðvum Blaðamannafélags Íslands í gærkvöldi.

Opel Corsa e varð hlutskarpastur í flokki minni fólksbíla. Í flokki stærri fólksbíla sigraði Volkswagen ID 3 og í flokki minni jepplinga/jeppa sigraði Volkswagen ID 4. Að lokum sigraði Land Rover Defender í flokki stærri jepplinga/jeppa. ID 4 fékk flest heildarstig dómnefndar og hlýtur því nafnbótina Bíll ársins 2021.

Finnur Thorlacius formaður BÍBB og Jóhann Ingi Magnússon vörumerkjastjóri Volkswagen hjá Heklu.Haraldur Guðjónsson Thors

Valið er það tuttugasta í röðinni. Ekki var valinn bíll ársins í fyrra vegna kórónaveirufaraldursins. Valið var svo fært til vormánaða í stað haustmánaða eins og undanfarin ár.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.