NBA dagsins: Skoraði þrjátíu stig þrátt fyrir svefnlitla nótt vegna ofnæmiskasts Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2021 15:01 Rudy Gobert, Donovan Mitchell og félagar í Utah Jazz eru komnir áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar. ap/Rick Bowmer Undirbúningur Donovans Mitchell, leikmanns Utah Jazz, fyrir leikinn gegn Memphis Grizzlies var ekki eins og best verður á kosið. Nóttina fyrir leikinn vaknaði Mitchell nefnilega á hverjum klukkutíma vegna ofnæmiskasts. „Ofnæmið hefur leikið mig grátt og hefur líklega aldrei verið verra,“ sagði Mitchell eftir leikinn í Utah. Ofnæmið og svefnleysið virtist þó ekki hafa mikil áhrif á Mitchell í leiknum, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 26 af þrjátíu stigum sínum. Hann tók einnig sex fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Utah byrjaði leikinn af miklum krafti og var tuttugu stigum yfir eftir 1. leikhlutann, 47-27. Utah hefur aldrei skorað jafn mörg stig í leikhluta í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Eftir þessa frábæru byrjun var eftirleikurinn nokkuð auðveldur. Utah náði mest 35 stiga forskoti, 91-56, um miðjan 3. leikhluta en Memphis lagaði stöðuna aðeins í 4. leikhluta. Mitchell missti af fyrsta leiknum gegn Memphis vegna meiðsla og hann tapaðist. Liðið hefur hins vegar unnið alla fjóra leikina síðan hann sneri aftur. Í undanúrslitum Vesturdeildarinnar mætir Utah sigurvegaranum úr einvígi Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah í leiknum í nótt og Ruby Gobert lét einnig mikið að sér kveða. Franski miðherjinn skoraði 23 stig og tók fimmtán fráköst. Royce O'Neale og Bojan Bogdanovic skoruðu sautján stig hvor. Ja Morant stóð upp úr í liði Memphis með 27 stig, sjö fráköst og ellefu stoðsendingar. Í sínu fyrsta einvígi í úrslitakeppninni var hann með 30,2 stig, 4,8 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Utah og Memphis sem og leikjum Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks, New York Knicks og Atlanta Hawks og Philadelphia 76ers og Washington Wizards auk flottustu tilþrifa leikjanna. Klippa: NBA dagsins 3. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. 3. júní 2021 07:31 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
Nóttina fyrir leikinn vaknaði Mitchell nefnilega á hverjum klukkutíma vegna ofnæmiskasts. „Ofnæmið hefur leikið mig grátt og hefur líklega aldrei verið verra,“ sagði Mitchell eftir leikinn í Utah. Ofnæmið og svefnleysið virtist þó ekki hafa mikil áhrif á Mitchell í leiknum, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 26 af þrjátíu stigum sínum. Hann tók einnig sex fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Utah byrjaði leikinn af miklum krafti og var tuttugu stigum yfir eftir 1. leikhlutann, 47-27. Utah hefur aldrei skorað jafn mörg stig í leikhluta í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Eftir þessa frábæru byrjun var eftirleikurinn nokkuð auðveldur. Utah náði mest 35 stiga forskoti, 91-56, um miðjan 3. leikhluta en Memphis lagaði stöðuna aðeins í 4. leikhluta. Mitchell missti af fyrsta leiknum gegn Memphis vegna meiðsla og hann tapaðist. Liðið hefur hins vegar unnið alla fjóra leikina síðan hann sneri aftur. Í undanúrslitum Vesturdeildarinnar mætir Utah sigurvegaranum úr einvígi Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah í leiknum í nótt og Ruby Gobert lét einnig mikið að sér kveða. Franski miðherjinn skoraði 23 stig og tók fimmtán fráköst. Royce O'Neale og Bojan Bogdanovic skoruðu sautján stig hvor. Ja Morant stóð upp úr í liði Memphis með 27 stig, sjö fráköst og ellefu stoðsendingar. Í sínu fyrsta einvígi í úrslitakeppninni var hann með 30,2 stig, 4,8 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Utah og Memphis sem og leikjum Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks, New York Knicks og Atlanta Hawks og Philadelphia 76ers og Washington Wizards auk flottustu tilþrifa leikjanna. Klippa: NBA dagsins 3. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. 3. júní 2021 07:31 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. 3. júní 2021 07:31