Viðskipti innlent

Vara við neyslu á ís vegna ör­veru­mengunar

Eiður Þór Árnason skrifar
Matvælastofnun tilkynnti um innköllunina í dag.
Matvælastofnun tilkynnti um innköllunina í dag. Vísir

Matvælastofnun varar við neyslu á ís frá Ketó kompaní vegna örverumengunar. Um er að ræða innköllun á fjórum tegunum af ís framleiddum á sama degi.

Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samráði við heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Ísinn var fáanlegur í Hagkaup Skeifunni, Garðabæ og Eiðistorgi.

Ísinn sem um ræðir. Aðsend

Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotur

Vörumerki: Ketó Kompaníið

Vöruheiti: Kökudeigsís

Framleiðandi: Ketó Kompaníið

Framleiðsluland: Ísland

Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 28.05.21/28.05.22

Strikamerki: 5694230471348

Geymsluskilyrði: Frystivara, -18° C

Dreifing: Hagkaup Skeifunni, Garðabæ og Eiðistorgi





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×