Deane Williams var sex mánaða þegar Keflavík sendi KR síðast í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2021 13:01 Deane Williams hefur verið frábær með Keflavíkurliðinu á þessu tímabili. Vísir/Vilhelm Deildarmeistarar Keflavíkur mæta aftur til leiks í úrslitakeppnina í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld eftir tíu daga frí þegar KR-inga koma í heimsókn í Blue höllina á Sunnubrautinni. KR-liðið fékk bara fjögurra daga frí eftir einvígi sitt á móti Val og hefur spilað þrjá leiki síðan að Keflvíkingar tryggðu sig inn í undanúrslitin 22. maí. KR-ingar hafa hins vegar verið með ágæt tök á Keflvíkingum í úrslitakeppninni undanfarin ár enda slegið lið Keflavíkur út í síðustu fjórum viðureignum félaganna. Keflvíkingar hafa ekki slegið KR-inga úr úr úrslitakeppninni síðan á síðustu öld eða síðan í undanúrslitaeinvíginu 1997. Það var fyrsta úrslitakeppni Sigurðar Ingimundarsonar með Keflavíkurliðið og þá Keflvíkingurinn Hrannar Hólm þjálfari KR-liðsins. Það eru því liðin 24 ár og rúmir níu mánuðir síðan að Keflavík tókst síðast að senda KR-inga í sumarfrí. Þá var Deane Williams, leikmaður Keflavíkurliðsins, aðeins sex mánaða gamall sem dæmi. Flestir leikmenn Keflavíkurliðsins voru líka á leikskólaaldri 23. mars 1997 þegar Keflavík innsiglaði þennan umrædda 3-1 sigur á KR í undanúrslitunum. Fyrirliðinn Hörður Axel var samt kominn í skóla og Reggie Dupree var búinn að halda upp á níu ára afmælið sitt. KR hefur slegið Keflavík út samanlagt 6-1 í tveimur einvígum liðanna undanfarinn áratug en einvígi liðanna vorið 2011 fór alla leið í oddaleik eftir að Keflavík vann upp 2-0 forskot KR-inga. KR vann einvígi liðanna árið 2009 í þremur leikjum en lokaleikurinn var fjórframlengdur. Leikur Keflavíkur og KR í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.45 á sömu rás. Einvígi Keflavíkur og KR í úrslitakeppni karla í körfubolta: Lokaúrslit 1989: Keflavík vann 2-1 Lokaúrslit 1990: KR vann 3-0 Undanúrslit 1991: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1992: Keflavík vann 2-1 Átta liða úrslit 1996: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1997: Keflavík vann 3-1 Undanúrslit 2009: KR vann 3-0 Undanúrslit 2011: KR vann 3-2 Undanúrslit 2017: KR vann 3-1 Átta liða úrslit 2019: KR vann 3-0 KR hefur unnið 5 einvígi og 20 leiki Keflavík hefur unnið 5 einvígi og 14 leiki 1989-1997: Keflavík vann 5 af 6 einvígum og 11 af 19 leikjum 1998-2019: KR vann öll 4 einvígin og 12 af 15 leikjum - Aldur nokkurra leikmanna Keflavíkurliðsins þegar Keflavík sló síðast KR út úr úrslitakeppninni: Arnór Sveinsson - ófæddur Deane Williams - 6 mánaða Calvin Burks Jr. - 1 árs og 3 mánaða Valur Orri Valsson - 2 ára og 9 mánaða Ágúst Orrason - 3 ára og 6 mánaða Dominykas Milka - 4 ára og 7 mánaða Þröstur Leó Jóhannsson - 8 ára og 2 mánaða Hörður Axel Vilhjálmsson - 8 ára og 3 mánaða Reggie Dupree - 9 ára og 3 mánaða Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
KR-liðið fékk bara fjögurra daga frí eftir einvígi sitt á móti Val og hefur spilað þrjá leiki síðan að Keflvíkingar tryggðu sig inn í undanúrslitin 22. maí. KR-ingar hafa hins vegar verið með ágæt tök á Keflvíkingum í úrslitakeppninni undanfarin ár enda slegið lið Keflavíkur út í síðustu fjórum viðureignum félaganna. Keflvíkingar hafa ekki slegið KR-inga úr úr úrslitakeppninni síðan á síðustu öld eða síðan í undanúrslitaeinvíginu 1997. Það var fyrsta úrslitakeppni Sigurðar Ingimundarsonar með Keflavíkurliðið og þá Keflvíkingurinn Hrannar Hólm þjálfari KR-liðsins. Það eru því liðin 24 ár og rúmir níu mánuðir síðan að Keflavík tókst síðast að senda KR-inga í sumarfrí. Þá var Deane Williams, leikmaður Keflavíkurliðsins, aðeins sex mánaða gamall sem dæmi. Flestir leikmenn Keflavíkurliðsins voru líka á leikskólaaldri 23. mars 1997 þegar Keflavík innsiglaði þennan umrædda 3-1 sigur á KR í undanúrslitunum. Fyrirliðinn Hörður Axel var samt kominn í skóla og Reggie Dupree var búinn að halda upp á níu ára afmælið sitt. KR hefur slegið Keflavík út samanlagt 6-1 í tveimur einvígum liðanna undanfarinn áratug en einvígi liðanna vorið 2011 fór alla leið í oddaleik eftir að Keflavík vann upp 2-0 forskot KR-inga. KR vann einvígi liðanna árið 2009 í þremur leikjum en lokaleikurinn var fjórframlengdur. Leikur Keflavíkur og KR í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.45 á sömu rás. Einvígi Keflavíkur og KR í úrslitakeppni karla í körfubolta: Lokaúrslit 1989: Keflavík vann 2-1 Lokaúrslit 1990: KR vann 3-0 Undanúrslit 1991: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1992: Keflavík vann 2-1 Átta liða úrslit 1996: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1997: Keflavík vann 3-1 Undanúrslit 2009: KR vann 3-0 Undanúrslit 2011: KR vann 3-2 Undanúrslit 2017: KR vann 3-1 Átta liða úrslit 2019: KR vann 3-0 KR hefur unnið 5 einvígi og 20 leiki Keflavík hefur unnið 5 einvígi og 14 leiki 1989-1997: Keflavík vann 5 af 6 einvígum og 11 af 19 leikjum 1998-2019: KR vann öll 4 einvígin og 12 af 15 leikjum - Aldur nokkurra leikmanna Keflavíkurliðsins þegar Keflavík sló síðast KR út úr úrslitakeppninni: Arnór Sveinsson - ófæddur Deane Williams - 6 mánaða Calvin Burks Jr. - 1 árs og 3 mánaða Valur Orri Valsson - 2 ára og 9 mánaða Ágúst Orrason - 3 ára og 6 mánaða Dominykas Milka - 4 ára og 7 mánaða Þröstur Leó Jóhannsson - 8 ára og 2 mánaða Hörður Axel Vilhjálmsson - 8 ára og 3 mánaða Reggie Dupree - 9 ára og 3 mánaða
Einvígi Keflavíkur og KR í úrslitakeppni karla í körfubolta: Lokaúrslit 1989: Keflavík vann 2-1 Lokaúrslit 1990: KR vann 3-0 Undanúrslit 1991: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1992: Keflavík vann 2-1 Átta liða úrslit 1996: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1997: Keflavík vann 3-1 Undanúrslit 2009: KR vann 3-0 Undanúrslit 2011: KR vann 3-2 Undanúrslit 2017: KR vann 3-1 Átta liða úrslit 2019: KR vann 3-0 KR hefur unnið 5 einvígi og 20 leiki Keflavík hefur unnið 5 einvígi og 14 leiki 1989-1997: Keflavík vann 5 af 6 einvígum og 11 af 19 leikjum 1998-2019: KR vann öll 4 einvígin og 12 af 15 leikjum - Aldur nokkurra leikmanna Keflavíkurliðsins þegar Keflavík sló síðast KR út úr úrslitakeppninni: Arnór Sveinsson - ófæddur Deane Williams - 6 mánaða Calvin Burks Jr. - 1 árs og 3 mánaða Valur Orri Valsson - 2 ára og 9 mánaða Ágúst Orrason - 3 ára og 6 mánaða Dominykas Milka - 4 ára og 7 mánaða Þröstur Leó Jóhannsson - 8 ára og 2 mánaða Hörður Axel Vilhjálmsson - 8 ára og 3 mánaða Reggie Dupree - 9 ára og 3 mánaða
Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti