Um tvær milljónir farþega og tuttugu flugfélög Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. maí 2021 20:00 Guðmundur Daði Rúnarsson er framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Vísir/Arnar Isavia reiknar með að tvær milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár sem er minna en vonast var eftir. Um tuttugu flugfélög hafa boðað komu sína í sumar og er búist við að fjöldi brottfara á viku rúmlega tvöfaldist milli ára. Á Keflavíkurflugvelli lítur sumarið sem nú er handan við hornið talsvert betur út en sumarið í fyrra. Brottfarir í júní í fyrra voru um sjötíu á viku en reiknað er með að þær verði hundrað og fjörutíu til hundrað og sextíu frá miðjum júní, samkvæmt tölum frá Isavia. Þá er búist við um tuttugu flugfélögum á vellinum; flug er þegar hafið hjá félögum á borð við Icelandair, Lufthansa og Wizz air. Þá er flug dagsett en ekki hafið hjá þremur; Play, SAS og United Airlines, og byrjað að selja ferðir hjá félögum eins og British Airways, Finnair og EasyJet. Þá er búist við tæplega tveimur milljónum farþega um flugvöllinn í ár, sem er nokkuð meira en í fyrra - en bliknar í samanburði við 7,3 milljónir árið 2019 og 9,8 milljónir árið 2018. „Frjáls för og fyrirsjáanleiki er lykilatriði til að umferð fari að aukast þannig að þegar árið byrjaði vorum við kannski með aðeins hærri væntingar, ekkert mikið hærri. Þannig að við eigum kannski tvö, þrjú fjögur ár í að komast upp í sambærilegar tölur eða við allavega vonum það,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Umferð um völlinn hefur aukist jafnt og þétt síðustu vikur. Þannig kom til dæmis dagleg flugáætlun Delta frá þremur borgum í Bandaríkjunum til framkvæmda í gærmorgun með komu fyrstu þotunnar frá Minneapolis. „Þannig að þegar við horfum á framtíðina erum við bara mjög bjartir á hana en þetta mun taka smá tíma,“ segir Guðmundur Daði. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Sjá meira
Á Keflavíkurflugvelli lítur sumarið sem nú er handan við hornið talsvert betur út en sumarið í fyrra. Brottfarir í júní í fyrra voru um sjötíu á viku en reiknað er með að þær verði hundrað og fjörutíu til hundrað og sextíu frá miðjum júní, samkvæmt tölum frá Isavia. Þá er búist við um tuttugu flugfélögum á vellinum; flug er þegar hafið hjá félögum á borð við Icelandair, Lufthansa og Wizz air. Þá er flug dagsett en ekki hafið hjá þremur; Play, SAS og United Airlines, og byrjað að selja ferðir hjá félögum eins og British Airways, Finnair og EasyJet. Þá er búist við tæplega tveimur milljónum farþega um flugvöllinn í ár, sem er nokkuð meira en í fyrra - en bliknar í samanburði við 7,3 milljónir árið 2019 og 9,8 milljónir árið 2018. „Frjáls för og fyrirsjáanleiki er lykilatriði til að umferð fari að aukast þannig að þegar árið byrjaði vorum við kannski með aðeins hærri væntingar, ekkert mikið hærri. Þannig að við eigum kannski tvö, þrjú fjögur ár í að komast upp í sambærilegar tölur eða við allavega vonum það,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Umferð um völlinn hefur aukist jafnt og þétt síðustu vikur. Þannig kom til dæmis dagleg flugáætlun Delta frá þremur borgum í Bandaríkjunum til framkvæmda í gærmorgun með komu fyrstu þotunnar frá Minneapolis. „Þannig að þegar við horfum á framtíðina erum við bara mjög bjartir á hana en þetta mun taka smá tíma,“ segir Guðmundur Daði.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Sjá meira