Ekki hægt að setja verðmiða á umfjöllun 60 mínútna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. maí 2021 20:31 Sigríður Dögg Guðmundsdóttir segir að þjóðir heims keppist nú um athygli ferðamanna. Unnið sé að því að gera Ísland að fyrsta áfangastað fólks. Vísir/Einar Árnason Umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldgosið í Geldingadölum hefur reynst Íslendingum ómetanleg, að mati Íslandsstofu. Bjart sé yfir ferðaþjónustunni á næstu misserum en mikilvægt að halda rétt á spilunum. Eldgosið í Geldingadölum hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar flykkjast til landsins, ekki síst nú þegar bólusetningum vindur fram. Þannig hefur til dæmis fréttaskýringaþátturinn 60 minutes, eða 60 mínútur, gert sér ferð til landsins. „Þessi umfjöllun hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir Ísland. Og við erum alltaf í keppni við aðra áfangastaði. Við erum ekki að fara að keppa við þau til dæmis til í fjármagni þegar kemur að auglýsingum og birtingum. Almannatengsl er það sem skiptir miklu máli fyrir okkur og að fá svona umfjallanir eins og í 60 minutes, elsta og virtasta fréttaskýringaþætti heims er bara ómetanlegt,” segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Eldgosið í Geldingadölum er magnað sjónarspil og hefur því réttilega vakið heimsathygli.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki hægt að setja verðmiða á umfjallanir af þessum toga. „Það eru leiðir til þess að reikna út fjölmiðlavirði en það eru kannski ekki hárnákvæm vísindi og erfitt að setja einhverja nákvæma tolu á hverju þetta er að skila en það er alveg víst að þetta skilar mjög miklu fyrir ímynd Íslands á erlendum vettvangi.” Fréttamaðurinn Bill Whitaker kom til landsins fyrr í þessum mánuði og fékk til liðs við sig helstu vísindamenn landsins. Ríflega sjö milljónir manna horfa á hvern þátt, en þátturinn fer í loftið á sunnudag. Sigríður segir að Íslandsstofa haldi utan um allar þær þúsundir frétta sem hafi verið skrifaðar um Ísland á undanförnum vikum. Hún segir bjart yfir ferðaþjónustunni, Bandaríkjamarkaður sé farinn að springa út, en það er stærsti ferðamannahópurinn hér á landi. „Sá þáttur sem hefur valdið því að fólk vill ekki ferðast er mest óttinn við Covid. En við búum að því að Ísland hefur skapað sér mjög jákvæða ímynd út frá því hversu vel hefur gengið að takast á við heimsfaraldurinn, sem eru ótvíræðir sameiginlegir hagsmunir okkar allra.” Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Eldgosið í Geldingadölum hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar flykkjast til landsins, ekki síst nú þegar bólusetningum vindur fram. Þannig hefur til dæmis fréttaskýringaþátturinn 60 minutes, eða 60 mínútur, gert sér ferð til landsins. „Þessi umfjöllun hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir Ísland. Og við erum alltaf í keppni við aðra áfangastaði. Við erum ekki að fara að keppa við þau til dæmis til í fjármagni þegar kemur að auglýsingum og birtingum. Almannatengsl er það sem skiptir miklu máli fyrir okkur og að fá svona umfjallanir eins og í 60 minutes, elsta og virtasta fréttaskýringaþætti heims er bara ómetanlegt,” segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Eldgosið í Geldingadölum er magnað sjónarspil og hefur því réttilega vakið heimsathygli.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki hægt að setja verðmiða á umfjallanir af þessum toga. „Það eru leiðir til þess að reikna út fjölmiðlavirði en það eru kannski ekki hárnákvæm vísindi og erfitt að setja einhverja nákvæma tolu á hverju þetta er að skila en það er alveg víst að þetta skilar mjög miklu fyrir ímynd Íslands á erlendum vettvangi.” Fréttamaðurinn Bill Whitaker kom til landsins fyrr í þessum mánuði og fékk til liðs við sig helstu vísindamenn landsins. Ríflega sjö milljónir manna horfa á hvern þátt, en þátturinn fer í loftið á sunnudag. Sigríður segir að Íslandsstofa haldi utan um allar þær þúsundir frétta sem hafi verið skrifaðar um Ísland á undanförnum vikum. Hún segir bjart yfir ferðaþjónustunni, Bandaríkjamarkaður sé farinn að springa út, en það er stærsti ferðamannahópurinn hér á landi. „Sá þáttur sem hefur valdið því að fólk vill ekki ferðast er mest óttinn við Covid. En við búum að því að Ísland hefur skapað sér mjög jákvæða ímynd út frá því hversu vel hefur gengið að takast á við heimsfaraldurinn, sem eru ótvíræðir sameiginlegir hagsmunir okkar allra.”
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira