Handbolti

Síðasta hefðbundna Seinni bylgja vetrarins á óhefðbundnum tíma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KA-menn lentu í hörðum slag við Þórsara í lokaumferð Olís-deildarinnar.
KA-menn lentu í hörðum slag við Þórsara í lokaumferð Olís-deildarinnar. vísir/hulda margrét

Farið verður yfir lokaumferð Olís-deildar karla í Seinni bylgjunni í dag. Þessi síðasti hefðbundni þáttur vetrarins er á nokkuð óvenjulegum tíma, klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport 4.

Lokaumferð Olís-deildarinnar fór fram í gær en þá réðist hvaða lið röðuðust í sæti þrjú til átta.

Fyrir lokaumferðina var ljóst hvaða lið yrðu í tveimur efstu sætunum (Haukar og FH), hvaða átta lið kæmust í úrslitakeppnina og hvaða lið féllu (Þór og ÍR).

Í Seinni bylgjunni í dag fer Henry Birgir Gunnarsson yfir leikina sex sem voru í gær með þeim Einari Andra Einarssyni og Rúnari Sigtryggssyni.

Mikið gekk á í leik Akureyrarliðanna KA og Þórs þar sem mönnum var heitt í hamsi, innan vallar sem utan. Þá var talsverð spenna í leikjum FH og ÍBV og Stjörnunnar og Fram.

Úrslitin í lokaumferðinni

  • Stjarnan 27-29 Fram
  • Afturelding 25-34 Valur
  • KA 19-19 Þór
  • FH 28-26 ÍBV
  • Haukar 41-22 ÍR
  • Grótta 23-27 Selfoss

Lokastaðan í Olís-deildinni


Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×