Viðskipti innlent

Bein út­sending: Ný­sköpun í mann­virkja­gerð

Eiður Þór Árnason skrifar
184621568_303962407836937_505446878734641932_n

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins, Byggingavettvangurinn og Verkís bjóða til opinnar málstofu í samstarfi við Nýsköpunarvikuna klukkan 9.

Þar verður nýtt skipulag á rannsóknar- og nýsköpunarumhverfi byggingariðnaðarins kynnt auk þess sem fulltrúar úr allri virðiskeðju mannvirkjagerðar segja reynslusögur um nýsköpun innan byggingariðnaðarins. Reynt verður að svara því hvaða nýsköpun er þar að finna, hvað hefur gengið vel og hvað má betur fara. Fylgjast má með málstofunni í spilaranum hér fyrir neðan.

„Nýsköpun á sér stað á öllum stigum mannvirkjageirans, hvort sem það er við þróun byggingarefna, hönnun mannvirkja, fjármögnun þeirra, framkvæmdir eða rekstur, á stjórnsýslustigi eða við rannsóknir og nám. Gerð verður tilraun til að hrekja hina lífseigu mýtu um að byggingargeirinn sé íhaldssamasti bransinn á Íslandi,“ segir í lýsingu skipuleggjenda.

Dagskrá málstofunnar

- Sandra Hlíf Ocares, verkefnastjóri Byggingavettvangsins: Vinna við nýtt skipulag á rannsóknum og nýsköpun í byggingariðnaði.

- Wassim Mansour, framkvæmdastjóri gæða- og sölumála hjá Steypustöðinni: Smart testing and artificial intelligence in concrete construction.

- Sigurður Guðjónsson, forstöðumaður byggingardeildar hjá Límtré Vírnet: Íslenskt timbur í framleiðslu á límtrésbitum.

- Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri JÁVERK: Nýsköpun í byggingariðnaði með áherslu á umhverfismál.

- Davíð Friðgeirsson, BIM ráðgjafi hjá Verkís: Tæknibylting í hönnun mannvirkja.

- Helga Guðrún Vilmundardóttir, arkitekt hjá Stáss arkitektum: Nýsköpun–nýhugsun–endurhugsun–umhugsun.

Íris Þórarinsdóttir, umhverfisstjóri Þróunarsviðs hjá Reitum: Nýsköpun í uppbyggingu atvinnusvæðis.

- Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins: Fjórir nýsköpunarvísar í framkvæmdum FSR.

- Þormóður Sveinsson, skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðar: Önnur nálgun í skipulagsmálum.

- Hera Grímsdóttir, forseti iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík: Mikilvægt samtal atvinnulífs og háskóla um þróun í nýsköpun og menntamálum.

- Gunnar Bjarni Viðarsson, vörustjóri íbúðalána hjá Arion banka: Græn fjármögnun á fasteignamarkaði.

Fundarstjóri er Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins.

Viðburðurinn verður haldinn í stóra fyrirlestrasalnum í Grósku hugmyndahúsi, Bjargargötu 1, í Vatnsmýri. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.