Körfubolti

Fimm KR-ingar hafa hitt betur fyrir utan þriggja stiga línuna en innan hennar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthías Orri Sigurðarson er einn af þeim í KR-liðinu sem hafa hitt miklu betri fyrir utan þriggja stiga línuna en innan hennar.
Matthías Orri Sigurðarson er einn af þeim í KR-liðinu sem hafa hitt miklu betri fyrir utan þriggja stiga línuna en innan hennar. Vísir/Bára

KR-ingar hafa skotið Valsmenn næstum því í kaf í fyrstu þremur leikjum liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta og vantar bara einn sigur í viðbót til að senda Valsliðið í sumarfrí.

Þriggja stiga nýting KR-liðsins hefur verið mögnuð en allt liðið hefur hitt úr helmingi þriggja stiga skota sinna í fyrstu þremur leikjunum.

Í leikjunum sem hafa unnist á Hlíðarenda hafa KR-ingar nýtt 34 af 61 þriggja stiga skoti sínu sem gerir ótrúlega 56 prósent nýtingu. Það er því ekkert skrýtið að KR-liðið hafi unnið báða þessa leiki sem slíkri hittni.

Nú er svo komið að fimm leikmenn liðsins hafa nýtt betur skotin sín fyrir utan þriggja stiga línuna en innan hennar. Allt eru þetta leikmenn í mikilvægum hlutverkum í liðinu og þar á meðal eru þrír allra bestu leikmenn liðsins.

Matthías Orri Sigurðarson hefur þannig hitt 31 prósenti betur úr þriggja stiga skotum sínum en þeim sem hann tekur mun nær körfunni.

Það munar líka 23 prósentum á þriggja stiga og tveggja stiga skotnýtingu Brandon Joseph Nazione en bæði Matthías og Nazione eru með sjötíu prósent þriggja stiga nýtingu í fyrstu þremur leikjunum á móti Val.

Tyler Sabin er búinn að taka 23 þriggja stiga skot í leikjunum þremur en hann státar samt af 61 prósent skotnýtingu fyrir utan og það er tveimur prósentum betri nýting hjá honum en í tveggja stiga skotunum.

Hér fyrir neðan má sjá þessa fimm öflugu leikmenn sem hafa hitt betur fyrir utan þriggja stiga línuna en þegar þeir fara nær körfunni.

Betri af lengra færi í einvíginu á móti Val:

 • Tyler Sabin
 • Tveggja stiga skotnýting: 59%
 • Þriggja stiga skotnýting: 61%
 • Brandon Joseph Nazione
 • Tveggja stiga skotnýting: 47%
 • Þriggja stiga skotnýting: 70%
 • Matthías Orri Sigurðarson
 • Tveggja stiga skotnýting: 40%
 • Þriggja stiga skotnýting: 71%
 • Jakob Örn Sigurðarson
 • Tveggja stiga skotnýting: 25%
 • Þriggja stiga skotnýting: 38%
 • Björn Kristjánsson
 • Tveggja stiga skotnýting: 0%
 • Þriggja stiga skotnýting: 67%Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.