Viðskipti innlent

Uppsagnir hjá Arion banka

Snorri Másson skrifar
Arion banki er 10. stærsta fyrirtæki á Íslandi.
Arion banki er 10. stærsta fyrirtæki á Íslandi. Vísir/Vilhelm

Tæplega 20 starfsmönnum Arion banka var sagt upp í dag vegna hagræðingar og þjónustubreytinga á höfuðborgarsvæðinu.

Um 650 starfa hjá fyrirtækinu. mbl.is greindi fyrst frá uppsögnunum.

Að sögn Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúa bankans, tengist helmingur uppsagnanna skipulagsbreytingum á höfuðborgarsvæðinu. Hinn helmingurinn telst til almennrar hagræðingar.

„Það er alltaf erfitt þegar uppsagnir eiga sér stað,“ segir Haraldur.

Arion banki hagnaðist um 12,5 milljarða króna á síðasta ári. Þá var afkoma bankans af áframhaldandi starfsemi 16,7 milljarðar króna á árinu. Arðsemi eiginfjár var 6,5 prósent.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.