Viðskipti innlent

Lækka leiguna hjá 190 leigu­tökum um 25 þúsund krónur

Atli Ísleifsson skrifar
Lækkunina má rekja til endurfjármögnunar og endurskoðunar rekstrar fjölbýlishúsa Bjargs við Móaveg og Urðarbrunn Reykjavík.
Lækkunina má rekja til endurfjármögnunar og endurskoðunar rekstrar fjölbýlishúsa Bjargs við Móaveg og Urðarbrunn Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Bjarg íbúðafélag hyggst lækka leiguna hjá 190 leigutökum sínum um 14 prósent um næstu mánaðamót. Leigan fer þannig úr 180 þúsund krónum í 155 þúsund krónur.

Í tilkynningu segir að þetta sé gert í kjölfar endurfjármögnunar og endurskoðunar rekstrar fjölbýlishúsa Bjargs við Móaveg og Urðarbrunn Reykjavík.

Þar segir að Bjarg íbúðarfélag starfi án hagnaðarsjónamiða þar sem leiguverð endurspegli raunkostnað við rekstur fasteigna félagsins. Breytingar á rekstrarkostnaði, opinberum gjöldum og fjármagnskostnaði hafi bein áhrif á leiguverð sem taki breytingum í samræmi við þróun kostnaðar. Hvert verkefni sé sjálfstæð kostnaðareining og eru því áhrif kostnaðarbreytinga mismunandi milli fasteigna félagsins.

„Fasteignir á Akranesi og í Þorlákshöfn hafa einnig farið í gegnum endurfjármögnun og endurskoðun rekstrar. Endurfjármögnun þar hefur ekki áhrif á leiguverð að þessu sinni vegna breytinga öðrum rekstrarliðum,“ segir í tilkynningunni, en þar nemur leigan rúmlega 120 þúsund krónum á mánuði.

Bjarg er húsnæðis sjálfseignastofnun, stofnuð af ASÍ og BSRB.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.