Dönsk skip flytja koltvísýring til förgunar á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2021 16:20 Koltvísýringurinn verðru fluttur á vökvaformi í sérhönnuðum skipum sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti. Í Straumsvík verður koltvísýringurinn svo bundinn í berg. Carbfix Samið hefur verið um að danska skipafélagið Dan-Unity CO2 sjái um flutning á koltvísýringi til förgunar í fyrirhugaðri miðstöð Carbfix í Straumsvík. Siglingarnar eiga að hefjast árið 2025 en stefnt er að því að farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi árlega árið 2030. Sérhönnuð skip danska félagsins eiga að flytja 12-24 þúsund tonn af koltvísýringi á vökvaformi hvert og eitt frá Norður-Evrópu. Þau ganga fyrir vistvænu eldsneyti og á kolefnissporið sem hlýst af flutningnum að nema 3-6% af þeim koltvísýringi sem verður fargað í Straumsvík fyrst um sinn en það á svo að fara lækkandi, að því er segir í tilkynningu frá Carbfix. Móttöku- og förungarmiðstöð Carbfix byggir á tækni við að dæla uppleystum koltvísýringi niður í jörðina og binda hann þar til langs tíma. Hún er sögð verða sú fyrsta sinnar tegundar. Byggja á miðstöðina, sem nefnist Coda Terminal, í þremur áföngum. Undirbúningur að fyrsta áfanga á að hefjast um mitt þetta ár með forhönnun og vinnu við leyfisferla. Rannsóknarboranir eiga að hefjast á næsta ári og rekstur árið 2025. Miðstöðin verði fullbyggð árið 2030. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kynnti sér Carbfix-verkefnið í Hellisheiðarvirkjun á fyrsta degi heimsóknar sinnar hingað til lands í gær. Loftslagsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Segir kolefnisförgun geta orðið eina stærstu atvinnugrein Íslendinga Að binda kolefni í bergi gæti mögulega verið orðin ein stærsta tekjulind Íslendinga eftir um áratug. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson vegna áforma fyrirtækisins Carbfix um að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík sem á að taka við milljónum tonna af koltvísýringi frá Evrópu á hverju ári. 23. apríl 2021 13:00 Sex hundruð störf skapist vegna kolefnisförgunarmiðstöðvar Fyrirtækið Carbfix ætlar að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík. Áætlanir eru uppi um að taka við og farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi frá Norður-Evrópu á ári. 22. apríl 2021 21:22 Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. 22. apríl 2021 08:01 Mest lesið Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Sérhönnuð skip danska félagsins eiga að flytja 12-24 þúsund tonn af koltvísýringi á vökvaformi hvert og eitt frá Norður-Evrópu. Þau ganga fyrir vistvænu eldsneyti og á kolefnissporið sem hlýst af flutningnum að nema 3-6% af þeim koltvísýringi sem verður fargað í Straumsvík fyrst um sinn en það á svo að fara lækkandi, að því er segir í tilkynningu frá Carbfix. Móttöku- og förungarmiðstöð Carbfix byggir á tækni við að dæla uppleystum koltvísýringi niður í jörðina og binda hann þar til langs tíma. Hún er sögð verða sú fyrsta sinnar tegundar. Byggja á miðstöðina, sem nefnist Coda Terminal, í þremur áföngum. Undirbúningur að fyrsta áfanga á að hefjast um mitt þetta ár með forhönnun og vinnu við leyfisferla. Rannsóknarboranir eiga að hefjast á næsta ári og rekstur árið 2025. Miðstöðin verði fullbyggð árið 2030. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kynnti sér Carbfix-verkefnið í Hellisheiðarvirkjun á fyrsta degi heimsóknar sinnar hingað til lands í gær.
Loftslagsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Segir kolefnisförgun geta orðið eina stærstu atvinnugrein Íslendinga Að binda kolefni í bergi gæti mögulega verið orðin ein stærsta tekjulind Íslendinga eftir um áratug. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson vegna áforma fyrirtækisins Carbfix um að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík sem á að taka við milljónum tonna af koltvísýringi frá Evrópu á hverju ári. 23. apríl 2021 13:00 Sex hundruð störf skapist vegna kolefnisförgunarmiðstöðvar Fyrirtækið Carbfix ætlar að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík. Áætlanir eru uppi um að taka við og farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi frá Norður-Evrópu á ári. 22. apríl 2021 21:22 Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. 22. apríl 2021 08:01 Mest lesið Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Segir kolefnisförgun geta orðið eina stærstu atvinnugrein Íslendinga Að binda kolefni í bergi gæti mögulega verið orðin ein stærsta tekjulind Íslendinga eftir um áratug. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson vegna áforma fyrirtækisins Carbfix um að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík sem á að taka við milljónum tonna af koltvísýringi frá Evrópu á hverju ári. 23. apríl 2021 13:00
Sex hundruð störf skapist vegna kolefnisförgunarmiðstöðvar Fyrirtækið Carbfix ætlar að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík. Áætlanir eru uppi um að taka við og farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi frá Norður-Evrópu á ári. 22. apríl 2021 21:22
Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. 22. apríl 2021 08:01