Viðskipti innlent

ÁTVR aldrei grætt meira en neftóbakssala hrynur alveg

Snorri Másson skrifar
Árið 2020 var óvenjulegt ár hjá ÁTVR og varð afkoma ársins umfram áætlun. Fjöldi viðskiptavina var 5,5 milljónir sem er 8,3% fjölgun milli ára.
Árið 2020 var óvenjulegt ár hjá ÁTVR og varð afkoma ársins umfram áætlun. Fjöldi viðskiptavina var 5,5 milljónir sem er 8,3% fjölgun milli ára.

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur aldrei velt meiru en árið 2020, sem var metár í sögu verslunarinnar. Veltan var yfir 50 milljörðum.

Tekjur af sölu áfengis á ári heimsfaraldursins 2020 jukust um 27% frá árinu 2019. Í lítrum talið var salan 18,3% meiri.

„Veitingahús og barir meira og minna lokaðir, Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli óstarfhæf vegna þess hversu fáir voru á ferðalagi og margir sem alla jafna eyða vetrinum í útlöndum komnir heim,“ er skýring sem forstjóri verslunarinnar, Ívar Arndal, gefur á auknu álagi. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Arðurinn sem greiddur var í ríkissjóð nam milljarði, sem er sama upphæð og í fyrra, þrátt fyrir að hagnaðurinn sé 700 milljónum meiri í ár en í fyrra. Eignir ÁTVR eru komnar upp í 7,3 milljarða.

Sala jókst í öllum flokkum áfengis og hið sama gildir um tóbak, að undanskildu neftóbakinu.Vínbúðin

Eftirtektarvert er að neftóbakssala dróst saman hjá versluninni um 44%, en sama tala hækkaði á milli ára í síðasta ársreikningi um 3%. Ljóst er að samkeppni við nikótínpúða hefur haft sitt að segja þar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×