Viðskipti innlent

Bein út­sending: Þarf ég hag­fræði­próf til að eiga heimili?

Sylvía Hall skrifar
Eiríkur Ragnarsson, höfundur bókarinnar Eikonomics - Hagfræði á mannamáli, og Brynja Jónbjarnardóttir, hagfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu eru á meðal fundargesta.
Eiríkur Ragnarsson, höfundur bókarinnar Eikonomics - Hagfræði á mannamáli, og Brynja Jónbjarnardóttir, hagfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu eru á meðal fundargesta.

Viðreisn mun í dag streyma fundi þar sem rætt verður um kostnað og óvissuna við að eignast og reka heimili. Yfirskrift fundarins er: Þarf ég hagfræðipróf til að eiga heimili?

Fundurinn hefst klukkan 12 og verður hægt að fylgjast með honum í beinu streymi hér að neðan.

Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar, stýrir umræðunum og verða gestir hans Eiríkur Ragnarsson, höfundur bókarinnar Eikonomics - Hagfræði á mannamáli, Brynja Jónbjarnardóttir, hagfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×