Matur

BBQ kóngurinn: Þrefaldur alvöru smash borgari

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
smashburger

„Við ætlum að gera þrefaldan smash-hamborgara. En þá er hakki hnoðað saman í kúlu og þær þjappaðar niður með spaða á pönnu í örþunna hamborgara sem verða stökkir á köntunum,“ segir grillmestarinn Alfreð Fannar Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 

Önnur þáttaröð BBQ kóngsins var sýnd á Stöð í vetur og er hægt að nálgast alla þættina inni á Stöð 2+. 

Hér fyrir neðan má sjá hvernig BBQ kóngurinn sjálfur gerir sína útgáfu af hinum vinsæla Smash borgara.  Fyrir neðan klippuna er hægt að nálgast uppskrift og aðferð. 

Klippa: BBQ kóngurinn: Alvöru smash borgari

Smash borgari 

  • Hamborgari
    • 210g 20% feitt nautahakk (Fyrir hvern hamborgara)
    • Olía
    • SPG kryddblandan mín (gróft salt, pipar og hvítlaukur)
    • 3 sneiðar cheddar ostur
    • Kartöflu hamborgarabrauð
    • Tómatsósa
    • Gult sinnep

  • Aðferð
  1. Kyndið grillið í botn og hitið flata steikarpönnu á grillinu.
  2. Skiptið hakkinu upp í þrjár 70g kúlur.
  3. Setjið vel af olíu á pönnuna.
  4. Setjið hamborgara kúlurnar á pönnuna og þrýstið stórum hamborgara spaða niður á kúlurnar svo þær verði ör þunnar
  5. Kryddið með SPG á báðum hliðum þar til vel stökkir á könntunum
  6. Setjið eina sneið af cheddar osti á hvern hamborgara
  7. Hitið kartöflu hamborgara brauð á grillinu
  8. Setjið tómatsósu og gult sinnep á brauðið og smellið hamborgurunum á

Hér er hægt að nálgast klippur af fleiri vinsælum borgurum frá BBQ kóngnum. 

Beikonvafinn bjórdósaborgari

Salt Bea borgari 


Tengdar fréttir

BBQ kóngurinn: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu

„Þessi er algjört æði. Auðvitað er ekki nauðsynlegt að reykja bringuna en ég mæli eindregið með því. Ef ég á afgang sneiði ég bringuna þunnt niður í álegg sem er fullkomið á samlokur,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í sjónvarpsþættinum BBQ-kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 nú fyrr í vetur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×