Röntgen tekur við Vagninum á Flateyri í sumar Snorri Másson skrifar 12. maí 2021 10:40 Frá vinstri: Hlynur Helgi Hallgrímsson, Geir Magnússon, Steinþór Helgi Arnsteinsson, Sindri Páll Kjartansson, Ásgeir Guðmundsson og Ragnheiður Ólafsdóttir. Geir, Sindri og Ragnheiður eru eigendur Vagnsins. Röntgen Eigendur krárinnar Röntgen á Hverfisgötu taka við rekstri Vagnsins á Flateyri í júní og stefna á mikið og reglulegt skemmtanahald í sumar. Vagninn er ein rótgrónasta krá landsins, hefur verið rekin frá níunda áratugnum, og hefur frá 2017 verið í eigu hóps af kvikmyndamönnum. Vagninn verður áfram Vagninn, en verður eins konar útibú Röntgen-manna. Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn eigenda Röntgen, segir í samtali við Vísi að stemningin verði rugluð á Vestfjörðum í sumar. „Ég hef lengi heillast af stemningunni á Vagninum og Flateyri og í raun öllu þessu landsvæði almennt. Fyrir utan að vera fallegasta svæði landsins er orkan á Vestfjörðum algjörlega ólýsanleg og það er gaman að fylgjast með uppbyggingunni sem er að eiga sér stað á svæðinu. Við hræðumst ekki að taka þátt í rekstri á veitinga- og skemmtistað í þorpi sem telur formlega um 200 íbúa, því ég veit að stemningin á eftir að verða algjörlega kynngimögnuð,“ segir Steinþór. Planið er tónlist, viðburðir og tapas og pinchos að spænskum sið. Stefnt er að því að hafa staðinn opinn alla daga vikunnar og að fjölbreyttir viðburðir verði í hverri viku, t.d. tónleikar, uppistand, bingó, pub quiz, drekkutímar og svo framvegis. Þá segir Steinþór að eftirvænting ríki vegna umsjónar veitingarstaðarins, sem verður í höndum spænska parsins, Álvaro Andrés og Inma Verdú. Munu þau töfra fram mikilfenglegan tapas/pintxos að spænskum sið en auk þess verður lögð áhersla á spænskt léttvín, cava, sangríur og fleira gúmmelaði. Bókanir eru þegar hafnar á listamönnum. „Meðal þeirra listamanna sem eru nú þegar staðfestir eða eru í viðræðum um að koma fram má nefna KK, Ari Eldjárn, Jógvan & Friðrik Ómar, Ragnheiður Gröndal, GÓSS, Mugison, Blaz Roca, Jakob Birgis, Snorri Helgason & Saga Garðars, Ylja, Moses Hightower, Lay Low, Emmsjé Gauti, Babies og svona mætti lengi telja,“ segir í tilkynningu. Ísafjarðarbær Veitingastaðir Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Vagninn er ein rótgrónasta krá landsins, hefur verið rekin frá níunda áratugnum, og hefur frá 2017 verið í eigu hóps af kvikmyndamönnum. Vagninn verður áfram Vagninn, en verður eins konar útibú Röntgen-manna. Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn eigenda Röntgen, segir í samtali við Vísi að stemningin verði rugluð á Vestfjörðum í sumar. „Ég hef lengi heillast af stemningunni á Vagninum og Flateyri og í raun öllu þessu landsvæði almennt. Fyrir utan að vera fallegasta svæði landsins er orkan á Vestfjörðum algjörlega ólýsanleg og það er gaman að fylgjast með uppbyggingunni sem er að eiga sér stað á svæðinu. Við hræðumst ekki að taka þátt í rekstri á veitinga- og skemmtistað í þorpi sem telur formlega um 200 íbúa, því ég veit að stemningin á eftir að verða algjörlega kynngimögnuð,“ segir Steinþór. Planið er tónlist, viðburðir og tapas og pinchos að spænskum sið. Stefnt er að því að hafa staðinn opinn alla daga vikunnar og að fjölbreyttir viðburðir verði í hverri viku, t.d. tónleikar, uppistand, bingó, pub quiz, drekkutímar og svo framvegis. Þá segir Steinþór að eftirvænting ríki vegna umsjónar veitingarstaðarins, sem verður í höndum spænska parsins, Álvaro Andrés og Inma Verdú. Munu þau töfra fram mikilfenglegan tapas/pintxos að spænskum sið en auk þess verður lögð áhersla á spænskt léttvín, cava, sangríur og fleira gúmmelaði. Bókanir eru þegar hafnar á listamönnum. „Meðal þeirra listamanna sem eru nú þegar staðfestir eða eru í viðræðum um að koma fram má nefna KK, Ari Eldjárn, Jógvan & Friðrik Ómar, Ragnheiður Gröndal, GÓSS, Mugison, Blaz Roca, Jakob Birgis, Snorri Helgason & Saga Garðars, Ylja, Moses Hightower, Lay Low, Emmsjé Gauti, Babies og svona mætti lengi telja,“ segir í tilkynningu.
Ísafjarðarbær Veitingastaðir Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira