Viðskipti innlent

Inn­flutningur á smokkum tók stökk í sam­komu­banni

Eiður Þór Árnason skrifar
Dæmi eru um að sala á smokkum hafi aukist mikið erlendis eftir afléttingu útgöngubanns og annarra sóttvarnaaðgerða.
Dæmi eru um að sala á smokkum hafi aukist mikið erlendis eftir afléttingu útgöngubanns og annarra sóttvarnaaðgerða. Getty/CatLane

Ríflega sex tonn af smokkum voru flutt inn til landsins árið 2020 og jókst magnið um 29,4% frá árinu á undan þegar innflutningur nam 4,6 tonnum. Miðað við að nettóþyngd hefðbundinnar Durex verju sé um 16,7 grömm má áætla að um 360 þúsund smokkar hafi verið innfluttir á síðasta ári.

Þetta kemur fram í samantekt Viðskiptablaðsins sem byggir á gögnum Hagstofu Íslands. Má því ætla að margir Íslendingar hafi nýtt tímann vel í samkomubanni og ekki síður gætt að persónulegum smitvörnum innanhúss.

Innflutningur jókst milli ára í átta mánuðum af tólf og fylgdi innflutningsmagn um það bil sömu árstíðasveiflum og árið 2019. Innflutningur á smokkum hefur farið hægar á stað það sem af er þessu ári miðað við árið í fyrra en er þó meiri en árið 2019.

Nam magnið tæpum 870 kílóum á fyrstu tveimur mánuðum 2021 samanborið við 1,1 tonn í fyrra og 457 kíló á sama tímabili 2019.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,15
11
38.105
HAGA
2,41
10
263.415
REGINN
1,58
7
459.461
SJOVA
1,4
11
121.916
LEQ
1,33
2
518

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,94
10
182.919
SKEL
-1,92
1
306
MAREL
-1,12
17
251.703
SIMINN
-0,78
4
68.241
ARION
-0,19
29
918.872
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.