Handbolti

Segir félagaskipti Arons þau bestu í sögu danska hand­boltans

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron í leik með Barcelona fyrr á leiktíðinni en hann yfirgefur Börsunga í sumar.
Aron í leik með Barcelona fyrr á leiktíðinni en hann yfirgefur Börsunga í sumar. Xavi Urgeles/Getty

Rasmus Boysen er talinn einn virtasti sérfræðingurinn í handboltanum en hann heldur út virkri Twitter-síðu um handboltann í Evrópu.

Hann tjáir sig um félagaskipti Arons Pálmarsson frá Barcelona til Álaborgar en FH-ingurinn skrifaði undir þriggja ára samning við dönsku meistarana í vikunni.

Aron mun koma frá spænska risanum í sumar en hann er ekki eini leikmaðurinn sem er á leið til félagsins því Mikkel Hansen kemur til félagsins sumarið 2022.

Boysen er hrifinn af félagaskiptum Arons til Álaborgar og kallar hann þau bestu félagaskipti  félags í danska handboltanum.

Hann bætir við að Aron sé á góðum aldri en Álaborg ætlar sér að berjast um Meistaradeildartitilinn á næstu árum. Svo mikið er víst.


Tengdar fréttir

Álaborg staðfestir komu Arons

Aron Pálmarsson hefur samið við Danmerkurmeistara Álaborgar og kemur til liðsins í sumar frá Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×