Körfubolti

NBA dagsins: Æsispenna í sigri Clippers og Knicks óstöðvandi

Sindri Sverrisson skrifar
Paul George skoraði 33 stig fyrir LA Clippers í nótt.
Paul George skoraði 33 stig fyrir LA Clippers í nótt. AP Photo/Steve Dykes

Brooklyn Nets er í harðri baráttu um austurdeildarmeistaratitilinn, LA Clippers er meðal efstu liða vesturdeildar og New York Knicks eru komnir í 5. sæti austurdeildar. Svipmyndir úr sigrum liðanna í nótt má sjá í NBA dagsins hér á Vísi.

Kyrie Irving var í aðalhlutverki í 134-129 sigri Brooklyn á New Orleans Pelicans. Hann skoraði 32 stig og var allt í öllu á lokamínútunni. Brooklyn er nú með 39 sigra og 19 töp í 2. sæti austurdeildar, aðeins einum tapleik fyrir neðan Philadelphia 76ers. New Orleans fjarlægist hins vegar úrslitakeppnina og er í 11. sæti vesturdeildar með 25/33, fimm töpum meira en næsta lið sem er San Antonio Spurs.

Spennan var í algleymi í 113-112 sigri LA Clippers á Portland Trail Blazers. Portland hafði frumkvæðið í lokafjórðungnum en Clippers komust yfir í lokin. Portland hafði 4,8 sekúndur til að tryggja sér sigur í lokin en mistókst það.

New York Knicks hafa nú unnið sjö leiki í röð eftir 109-97 sigur gegn Charlotte Hornets. Hornets skoruðu 66 stig í fyrri hálfleik en eftir það tók vörn Knicks við sér auk þess sem RJ Barrett skoraði 18 af 24 stigum sínum í þriðja leikhluta.

Svipmyndir úr leikjunum þremur og tíu bestu tilþrifin úr öllum fimm leikjum gærkvöldsins má sjá í NBA dagsins hér að neðan.

Klippa: NBA dagsins 21. apríl
NBA

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.