Innlent

Skipa starfshóp Íslendinga og Dana um skiptingu handritanna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ríkisstjórnarfundur í Ráðherrabústaðnum
Ríkisstjórnarfundur í Ráðherrabústaðnum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Í menntamálaráðuneytinu er verið að ganga frá formsatriðum vegna skipunar starfshóps Íslendinga og Dana um skiptingu handrita en á miðvikudag verður hálf öld frá því að handrit Flateyjarbókar og Konungsbókar Eddukvæða voru afhent.

Frá þessu greinir Fréttablaðið.

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur löngum talað fyrir því að Íslendingar fái fleiri handrit „heim“ frá Danmörku en þau eru talin vera um 1.400 talsins.

Fréttablaðið greinir frá því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi úrskurðað gegn blaðamanni sem óskaði eftir því að fá afrit af tillögum sem starfshópur skilaði ráðherra 25. september síðastliðinn um hvernig staðið yrði að viðræðunum við Dani.

Kristrún Heiða Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi menntamálráðuneytisins, hafi sagt að gögn starfshópanna verði gerð opinber að verkefninu loknu.


Tengdar fréttir

Telur tímabært að endurheimta handritin

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fengið heimild ríkisstjórnar til að undirbúa viðræður við Dani um endurheimt íslenskra handrita úr Árnastofnun í Kaupmannahöfn.

Hægt að rannsaka handritin á nýjan hátt

Síðastliðinn fimmtudag var undirrituð samstarfsyfirlýsing stjórnvalda, Stofnunar Árna Magnússonar og Snorrastofu um rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda. Björn Bjarnason, formaður stjórnar Snorrastofu, var upphafsmaður að verkefninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×