Formúla 1

Formúla 1 mætir til Miami

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Brautin verður 5,41 km í kringum Hard Rock Stadium í Miami.
Brautin verður 5,41 km í kringum Hard Rock Stadium í Miami. Al Messerschmidt/Getty Images

Formúla 1 verður haldin í fyrsta sinn í Miami í Flórída á næsta ári. Borgin og Formúla 1 gerðu tíu ára samning um keppni í borginni.

Liberty Media, eigendur Formúlu 1, hafa unnið að þessu í nokkur ár, en þeir vildu fá eftirsótta ferðamannaborg til að halda keppni til að stækka íþróttina.

Keppnin verður haldin á 5,41 km langri braut sem liggur í kringum Hard Rock leikvanginn sem er heimavöllur Miami Dolphins í NFL deildinni.

Miami verður þá annar kappaksturinn sem haldinn er í Bandaríkjunum, en einnig er keppt í Austin í Texas. Dagsetning fyrir kappaksturinn hefur ekki enn verið tilkynnt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.