Handbolti

Fullyrða að Aron sé á leið til Álaborgar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron hefur leikið með Barcelona seinustu ár. Þar áður var hann á mála hjá Vezðrem í Ungverjalandi.
Aron hefur leikið með Barcelona seinustu ár. Þar áður var hann á mála hjá Vezðrem í Ungverjalandi. Vísir/Vilhelm

Samkvæmt heimildum TV 2 í Danmörku er Aron Pálmarsson á leið í dönsku deildina í sumar. Aron mun ganga til liðs við Aalborg á þriggja ára samning þegar samningur hans við Barcelona rennur út í sumar.

Aalborg hefur ekki viljað staðfesta þessar sögusagnir, en Bent Nyegaard, sérfræðingur hjá TV 2 Sport fullyrðir þetta.

Aalborg hefur verið að styrkja liðið sitt umtalsvert á seinustu vikum og mánuðum, en danska stórstjarnan Mikkel Hanssen gengur til liðs við þá sumarið 2022.

Einnig eru sögur í gangi um að Mads Mensah muni ganga til liðs við Aalborg, en það hefur þó ekki verið staðfest.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.