Viðskipti innlent

Ráðin fjár­mála­stjóri Sorpu

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir.
Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir. Sorpa

Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri SORPU. 

Í tilkynningu segir að hún hafi áður starfað innan „business control“ hjá Icelandair, sem fjármálastjóri hjá Inkasso og Netgíró og við endurskoðun hjá EY.

Þá segir að Sigríður Katrín hafi víðtæka þekkingu og reynslu á sviði fjármálastýringar og muni gegna lykilhlutverki í áframhaldandi þróun SORPU sem nú sé í miklu umbreytingarferli. 

„Sigríður Katrín er löggiltur endurskoðandi með MSc gráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur þegar hafið störf hjá SORPU,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×