Viðraði hugmyndir um sérstakan „pott“ fyrir fjárfestingar hins opinbera Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2021 16:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Heimis Más í Víglínunni á sunnudag. Vísir/Einar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir fjárfestingu hins opinbera ekki hafa vaxið og að rekja megi það til samdráttar hjá sveitarfélögum. Hann sér fyrir sér að hægt væri að breyta fjárfestingarfyrirkomulagi hjá hinu opinbera, til að mynda með opinberum potti fyrir fjárfestingar. „Jafnvel þó við höfum veitt fjárheimildirnar í fyrra, þá hefur stjórnkerfinu okkar ekki tekist alveg nægilega vel að koma öllum þessum fjármunum í vinnu. Ég hefði viljað sjá meiri vöxt. Það var vöxtur í fyrra og ég hef trú á því að það geti orðið töluvert mikill vöxtur í ár. Við verðum að spyrja okkur spurninga, hvort við séum nægilega skilvirk, þegar svona háar fjárhæðir eru í lok árs ónýttar og þurfa að flytjast yfir á árið 2021 núna,“ sagði Bjarni í Víglínunni um liðna helgi. Hann segir að um sé að ræða fjármuni sem ríkisstjórnin hafi viljað sjá fara í vinnu í fyrra. Verkefni hafi verið handvalin út frá þáttum á borð við þjóðhagslegri hagkvæmni, hvað væri mannaflsfrekt og hvað væri tilbúið. „Þessir listar voru byggðir á svörum innan úr stjórnkerfinu um þessi atriði,“ segir Bjarni og bætir því við að hann hefði viljað sjá meiri fjárfestingar á síðasta ári og hann hefði væntingar um að „töluvert mikill sláttur“ á þeim á þessu ári. Seðlabanki og ríki hafi ekki verið nógu samstíga Bjarni segir þá að velta megi því upp hvort breyta eigi fyrirkomulaginu, líkt og tæpt var á í nýrri fjármálaáætlun. „Hvort við ættum mögulega að vera með pott, til þess að vera sveigjanleg. Um leið og við sjáum að eitthvað er að frestast getum við brugðist strax við og breytt forgangsröðun. Þarna erum við að tala um atriði sem er gríðarlega mikilvægt í hagstjórnarlegu tilliti, vegna þess að sögulega þá hefur skort á að ríki og sveitarfélög annars vegar, og Seðlabankinn hins vegar, væru að ganga í takt,“ segir Bjarni. Hann segir að með fjármálaáætluninni sé gerð tilraun til að sjá hlutina betur fyrir og ná betri yfirsýn. Stilla saman strengi, eins og hann orðar það. „Þannig að þegar Seðlabankinn er að reyna að kæla hagkerfið, þá sé ekki ríkið einmitt nýbyrjað að valda þenslu.“ Ríkið geti gert betur í fasteignamálum Bjarni segir þá að ríkið sé „ekkert sérstaklega góður eigandi að mörgum fasteignum.“ Fasteignir ríkisins liggi víða undir skemmdum. „Við settum sérstakt viðbótarfjármagn til að gera bragarbót á þessu og erum í slíkum endurbótum. Margar eignir eru ýmist beint undir ríkiseignum, og við höfum ekki verið að fjármagna nægilega vel viðhald og endurbætur, en erum að gera bragarbót á því, eins og ég segi.“ Þá segir Bjarni að mikið af eignum sé í stofnunum sem mögulega séu lítið sem ekkert að nota umræddar eignir. Hann tekur dæmi úr sínum heimabæ, Garðabæ. „Við erum með Vífilsstaði og Vífilsstaðaspítala. Þar er gamli yfirlæknabústaðurinn bara í algerri niðurníðslu,“ segir Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Sjá meira
„Jafnvel þó við höfum veitt fjárheimildirnar í fyrra, þá hefur stjórnkerfinu okkar ekki tekist alveg nægilega vel að koma öllum þessum fjármunum í vinnu. Ég hefði viljað sjá meiri vöxt. Það var vöxtur í fyrra og ég hef trú á því að það geti orðið töluvert mikill vöxtur í ár. Við verðum að spyrja okkur spurninga, hvort við séum nægilega skilvirk, þegar svona háar fjárhæðir eru í lok árs ónýttar og þurfa að flytjast yfir á árið 2021 núna,“ sagði Bjarni í Víglínunni um liðna helgi. Hann segir að um sé að ræða fjármuni sem ríkisstjórnin hafi viljað sjá fara í vinnu í fyrra. Verkefni hafi verið handvalin út frá þáttum á borð við þjóðhagslegri hagkvæmni, hvað væri mannaflsfrekt og hvað væri tilbúið. „Þessir listar voru byggðir á svörum innan úr stjórnkerfinu um þessi atriði,“ segir Bjarni og bætir því við að hann hefði viljað sjá meiri fjárfestingar á síðasta ári og hann hefði væntingar um að „töluvert mikill sláttur“ á þeim á þessu ári. Seðlabanki og ríki hafi ekki verið nógu samstíga Bjarni segir þá að velta megi því upp hvort breyta eigi fyrirkomulaginu, líkt og tæpt var á í nýrri fjármálaáætlun. „Hvort við ættum mögulega að vera með pott, til þess að vera sveigjanleg. Um leið og við sjáum að eitthvað er að frestast getum við brugðist strax við og breytt forgangsröðun. Þarna erum við að tala um atriði sem er gríðarlega mikilvægt í hagstjórnarlegu tilliti, vegna þess að sögulega þá hefur skort á að ríki og sveitarfélög annars vegar, og Seðlabankinn hins vegar, væru að ganga í takt,“ segir Bjarni. Hann segir að með fjármálaáætluninni sé gerð tilraun til að sjá hlutina betur fyrir og ná betri yfirsýn. Stilla saman strengi, eins og hann orðar það. „Þannig að þegar Seðlabankinn er að reyna að kæla hagkerfið, þá sé ekki ríkið einmitt nýbyrjað að valda þenslu.“ Ríkið geti gert betur í fasteignamálum Bjarni segir þá að ríkið sé „ekkert sérstaklega góður eigandi að mörgum fasteignum.“ Fasteignir ríkisins liggi víða undir skemmdum. „Við settum sérstakt viðbótarfjármagn til að gera bragarbót á þessu og erum í slíkum endurbótum. Margar eignir eru ýmist beint undir ríkiseignum, og við höfum ekki verið að fjármagna nægilega vel viðhald og endurbætur, en erum að gera bragarbót á því, eins og ég segi.“ Þá segir Bjarni að mikið af eignum sé í stofnunum sem mögulega séu lítið sem ekkert að nota umræddar eignir. Hann tekur dæmi úr sínum heimabæ, Garðabæ. „Við erum með Vífilsstaði og Vífilsstaðaspítala. Þar er gamli yfirlæknabústaðurinn bara í algerri niðurníðslu,“ segir Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Sjá meira