Þetta kemur fram í tilkynningu, en þar segir einnig að hermirinn verði leigður út til þjálfunar flugmanna erlendra flugfélaga sem fljúga umræddri flugvélategund.
„British Airways mun annast rekstur og viðhald flughermisins fyrir Flugfélagið Atlanta, sem mun nýta flugvélagerðina í sínum alþjóðlega rekstri til næstu framtíðar, en félagið er í dag með níu 747-400 fraktflugvélar á lofti. Um er að ræða umtalsverða fjárfestingu sem styrkir stöðu félagsins til komandi ára. Mikil hagkvæmni fylgir kaupunum auk þess sem félagið tryggir sér öruggt aðgengi að búnaði til þjálfunar flugmanna sinna,“ að því er segir í tilkynningunni.
Í svari við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að kaupverðið sé trúnaðarmál.