Viðskipti innlent

Uppfærum Ísland: Stafræn umbreyting eða dauði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þátturinn er frumsýndur á Vísi klukkan 10.
Þátturinn er frumsýndur á Vísi klukkan 10.

Í tilefni af aðalfundi SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu frumsýna samtökin þátt undir yfirskriftinni Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði. Þátturinn verður frumsýndur á Vísi klukkan tíu í dag.

Stafræn þróun, ásamt þróun til aukinnar sjálfbærni, er að mati samtakanna stærsta umbreytingaverkefni sem íslenskt atvinnulíf og vinnumarkaður standa frammi fyrir. Nauðsynlegt er að íslenskt samfélag í heild taki sig saman til að styðja þá umbreytingu, þar sem samkeppnishæfni þjóðarinnar og lífsgæði okkar allra eru undir.

Í þættinum, sem kemur í stað árlegrar ráðstefnu SVÞ, er fjallað um áhrif stafrænnar umbreytingar, þau tækifæri og áskoranir sem í henni felast, stöðu íslensks atvinnulífs á því sviði og það verkefni sem við eigum fyrir höndum að uppfæra Ísland.

Rætt verður við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar um áhrif stafrænnar umbreytingar fyrir íslenskt atvinnulíf, vinnumarkað og samfélag, hlutverk stjórnvalda í stuðningi við atvinnulífið á þessari vegferð og hvað íslensk stjórnvöld hyggjast gera á því sviði.

Einnig verður rætt við Jón Ólaf Halldórsson, formann SVÞ og forstjóra Olís um stöðu íslensks atvinnulífs í stafrænni umbreytingu og nauðsynlegar aðgerðir.

Frændþjóðir okkar á Norðurlöndunum eru undantekningarlaust í topp 10 sætunum í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að stafrænni umbreytingu. Skyggnst verður inn í hvernig hlutirnir eru gerðir þar og rætt við fulltrúa Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um mikilvægi stuðnings stjórnvalda við atvinnulífið, hvað verið er að gera í viðkomandi landi o.fl.

Viðmælendur frá Norðurlöndunum eru:

  • Hanna Marttinen-Deakins, Senior Director, Digitalisation, Business Finland
  • Jan Damsgaard, Professor við stafrænu deildina í Copenhagen Business School, fulltrúi í danska Disruption ráðinu og stjórnarmaður í SMV:Digital
  • Lena Carlsson, Deputy Director General, Regeringskansliet, Infrastrukturdepartmentet (innviðaráðuneytið), Digital Society Division í Svíþjóð. Lena fer fyrir stafrænum stefnumálum sænsku ríkisstjórnarinnar.
  • Paul Chaffey, Statssekretær, Kommunal- og moderniseringsdepartmentet, helsti ráðgjafi ráðherra stafrænna mála í Noregi




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×