Lokaskotið: Hnífjöfn barátta um úrslitakeppni og FH gæti endað án stiga Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2021 23:01 Sunneva Einarsdóttir og Þorgerður Anna Atladóttir fóru yfir stöðuna í Olís-deildinni. Stöð 2 Sport Nú eru aðeins þrjár umferðir eftir af Olís-deild kvenna í handbolta áður en sex liða úrslitakeppni tekur við. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar rýndu í mögulegar útkomur úr lokaumferðunum. Baráttan um deildarmeistaratitilinn er á milli KA/Þórs og Fram. Akureyringar eru einu stigi ofar en liðin mætast í Safamýri í lokaumferðinni, 5. apríl. HK er sem stendur í 7. sæti og utan úrslitakeppninnar, aðeins einu stigi á eftir Haukum og Stjörnunni. „Ég held að þetta verði bara svona. Það er mín spá,“ sagði Sunneva Einarsdóttir. „Þetta er spurning með Hauka eða HK,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir og bætti við: „Það getur allt gerst. Það er fáránlega erfitt að spá fyrir um þetta.“ Innslagið úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Auk toppslagsins á milli Fram og KA/Þórs þá eiga Haukar og HK líka eftir að mætast í næstsíðustu umferð, og Haukar og Stjarnan í lokaumferðinni. „Þetta verður virkilega spennandi í síðustu leikjunum. Það er alltaf erfitt að spá, fyrir hverja einustu umferð,“ sagði Sunneva. Ósammála um hvort slæmt sé að sitja hjá Í úrslitakeppninni mætast fyrst liðin í 3. og 6. sæti, og liðin í 4. og 5. sæti. Efstu tvö liðin sitja sem sagt hjá. Sérfræðingarnir voru ekki alveg sammála um hvort það væri því gott eða slæmt að lenda í 2. sæti og þurfa að halda sér alfarið við með æfingum á meðan að önnur lið spila. Sunneva var ekki á því að það væri verra að sitja hjá: „En ég skil alveg um hvað þið eruð að tala. Það er skrýtið að fara aftur í 40 daga pásu.“ Á botni deildarinnar situr FH sem hefur ekki enn fengi stig á tímabilinu. „FH á Val, Fram og ÍBV eftir. Þarna er mögulega lið að fara í gegnum deildina án þess að fá eitt einasta stig,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir þáttastjórnandi. „Það er sorglegt, því það hefði átt að gerast í síðustu umferð,“ sagði Þorgerður, og vísaði til grátlegs taps FH gegn HK. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu draumamark Kristínar sem tryggði HK eins marks sigur á FH Fyrsta leik dagsins í Olís deild kvenna er lokið. HK marði þá stigalaust botnlið FH með eins marks mun, lokatölur 23-24 í Kaplakrika í Hafnafirði í dag. Sigurmarkið var stórglæsilegt og kom í síðustu sókn leiksins. 6. mars 2021 15:25 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira
Baráttan um deildarmeistaratitilinn er á milli KA/Þórs og Fram. Akureyringar eru einu stigi ofar en liðin mætast í Safamýri í lokaumferðinni, 5. apríl. HK er sem stendur í 7. sæti og utan úrslitakeppninnar, aðeins einu stigi á eftir Haukum og Stjörnunni. „Ég held að þetta verði bara svona. Það er mín spá,“ sagði Sunneva Einarsdóttir. „Þetta er spurning með Hauka eða HK,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir og bætti við: „Það getur allt gerst. Það er fáránlega erfitt að spá fyrir um þetta.“ Innslagið úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Auk toppslagsins á milli Fram og KA/Þórs þá eiga Haukar og HK líka eftir að mætast í næstsíðustu umferð, og Haukar og Stjarnan í lokaumferðinni. „Þetta verður virkilega spennandi í síðustu leikjunum. Það er alltaf erfitt að spá, fyrir hverja einustu umferð,“ sagði Sunneva. Ósammála um hvort slæmt sé að sitja hjá Í úrslitakeppninni mætast fyrst liðin í 3. og 6. sæti, og liðin í 4. og 5. sæti. Efstu tvö liðin sitja sem sagt hjá. Sérfræðingarnir voru ekki alveg sammála um hvort það væri því gott eða slæmt að lenda í 2. sæti og þurfa að halda sér alfarið við með æfingum á meðan að önnur lið spila. Sunneva var ekki á því að það væri verra að sitja hjá: „En ég skil alveg um hvað þið eruð að tala. Það er skrýtið að fara aftur í 40 daga pásu.“ Á botni deildarinnar situr FH sem hefur ekki enn fengi stig á tímabilinu. „FH á Val, Fram og ÍBV eftir. Þarna er mögulega lið að fara í gegnum deildina án þess að fá eitt einasta stig,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir þáttastjórnandi. „Það er sorglegt, því það hefði átt að gerast í síðustu umferð,“ sagði Þorgerður, og vísaði til grátlegs taps FH gegn HK.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu draumamark Kristínar sem tryggði HK eins marks sigur á FH Fyrsta leik dagsins í Olís deild kvenna er lokið. HK marði þá stigalaust botnlið FH með eins marks mun, lokatölur 23-24 í Kaplakrika í Hafnafirði í dag. Sigurmarkið var stórglæsilegt og kom í síðustu sókn leiksins. 6. mars 2021 15:25 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira
Sjáðu draumamark Kristínar sem tryggði HK eins marks sigur á FH Fyrsta leik dagsins í Olís deild kvenna er lokið. HK marði þá stigalaust botnlið FH með eins marks mun, lokatölur 23-24 í Kaplakrika í Hafnafirði í dag. Sigurmarkið var stórglæsilegt og kom í síðustu sókn leiksins. 6. mars 2021 15:25