„Dagur langbestur í deildinni í síðustu leikjum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 15:00 Dagur Arnarsson hefur komið með beinum hætti að rétt tæpum tíu mörkum að meðaltali í leik. Vísir/Vilhelm Sportið í dag bauð upp á sérstaka handboltaútgáfu í nýjast þættinum þar sem tveir sérfræðingar úr Seinni bylgjunni mættu til Henrys Birgis Gunnarssonar. Henry Birgir fékk þá Einar Andra Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson til sín í nýjasta hlaðvarpsþátt Sportsins í dag en þar ræddu þeir Olís deild karla í handbolta sem er rétt rúmlega hálfnuð. Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson hefur verið atkvæðamikill í Eyjaliðinu í vetur en enginn leikmaður hefur búið til fleiri færi fyrir félaga sína en hann. Dagur er með 5,3 stoðsendingar og 4,6 mörk að meðaltali í leik. Eyjamenn hafa verið óheppnir með meiðsli lykilmanna á þessari leiktíð og þeir eru eins og er bara í níunda sæti deildarinnar og því í raun utan úrslitakeppni eins og staðan er í dag. Það eru samt bara þrjú stig upp í fjórða sætið. „Þeir eiga þrátt fyrir öll þessu meiðsli þennan demant í Degi Arnarssyni. Hann fór rólega af stað en hefur síðan tekið yfir deildina og leiðir deildina í mörkum og stoðsendingum samanlagt og annað. Hann fékk svolítið lyklana fyrir tímabilið og var ekki alveg tilbúinn í það fyrst en hefur síðan sýnt það að hann er alveg til í það,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Í síðustu fimm, sex, sjö umferðum þá hefur hann verið langbesti leikmaðurinn í deildinni. Ef hann hefði haft aðeins fleiri með sér og ÍBV væri kannski þremur til fjórum sætum hærra þá hefði hann komið sterklega til greina sem besti leikmaður deildarinnar í fyrri hlutanum,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Það verður ótrúlega spennandi að sjá hvernig hann spilar úr framhaldinu. Ef hann heldur þessum standard og Sigtryggur, Ásgeir og Fannar koma inn í þetta af fullum krafti þá verða þeir illviðráðanlegir þegar fer að vora og allt verður vitlaust í höllunum,“ sagði Einar Andri . Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Seinni bylgjan Sportið í dag Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira
Henry Birgir fékk þá Einar Andra Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson til sín í nýjasta hlaðvarpsþátt Sportsins í dag en þar ræddu þeir Olís deild karla í handbolta sem er rétt rúmlega hálfnuð. Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson hefur verið atkvæðamikill í Eyjaliðinu í vetur en enginn leikmaður hefur búið til fleiri færi fyrir félaga sína en hann. Dagur er með 5,3 stoðsendingar og 4,6 mörk að meðaltali í leik. Eyjamenn hafa verið óheppnir með meiðsli lykilmanna á þessari leiktíð og þeir eru eins og er bara í níunda sæti deildarinnar og því í raun utan úrslitakeppni eins og staðan er í dag. Það eru samt bara þrjú stig upp í fjórða sætið. „Þeir eiga þrátt fyrir öll þessu meiðsli þennan demant í Degi Arnarssyni. Hann fór rólega af stað en hefur síðan tekið yfir deildina og leiðir deildina í mörkum og stoðsendingum samanlagt og annað. Hann fékk svolítið lyklana fyrir tímabilið og var ekki alveg tilbúinn í það fyrst en hefur síðan sýnt það að hann er alveg til í það,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Í síðustu fimm, sex, sjö umferðum þá hefur hann verið langbesti leikmaðurinn í deildinni. Ef hann hefði haft aðeins fleiri með sér og ÍBV væri kannski þremur til fjórum sætum hærra þá hefði hann komið sterklega til greina sem besti leikmaður deildarinnar í fyrri hlutanum,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Það verður ótrúlega spennandi að sjá hvernig hann spilar úr framhaldinu. Ef hann heldur þessum standard og Sigtryggur, Ásgeir og Fannar koma inn í þetta af fullum krafti þá verða þeir illviðráðanlegir þegar fer að vora og allt verður vitlaust í höllunum,“ sagði Einar Andri . Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Sportið í dag Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira