Valsmenn komnir með skorara af guðs náð sem heitir Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 11:30 Jón Arnór Stefánsson kemur nú inn af bekknum hjá Val en í byrjunarliðið er komið bandarískur leikmaður sem er mikill skorari og ber nafnið Jordan. Vísir/Vilhelm Jordan Roland og Jón Arnór Stefánsson voru mennirnir á bak við langþráðan sigur Valsmanna í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi og í Körfuboltakvöldinu var farið yfir frammistöðu þeirra beggja. Jordan Roland skoraði 35 stig í ellefu stiga sigri Vals á ÍR, 101-90, en það munaði líka gríðarlega mikið um að fá tíu stig frá Jóni Arnóri Stefánssyni í fjórða leikhluta. „Mér finnst þetta vera leikmaðurinn sem Val vantaði. Það vantaði einhvern ‚go to gæja' ef maður slettir, leikmann sem getur brotið upp varnir og skorað alls konar körfur. Hann er með mjög skrýtið skot en það er rosalega skilvirkt. Hann er skorari af guðs náð,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Jordan Roland hitti úr fjórum af átta þriggja stiga skotum sínum og setti niður 83 prósent skota sinna fyrir innan þriggja stiga línuna. „Þetta var líka svo átakalaust fyrir hann. Þetta var kannski lítil gabbhreyfingu og smá knattrak og hann var kominn upp í mjög öruggt skot. Þegar þú ert svona góður sóknarmaður og átt svona auðvelt að búa til færi þá er þetta rosalega góður leikmaður sem Valsmenn eru búnir að fá í hendurnar,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Valsmenn fengu ekki aðeins 35 stig frá Jordan því þeir fengu líka 20 stig frá geitinni Jóni Arnóri Stefánssyni. Saman hittu þeir Jordan og Jón Arnór úr 22 af 31 skoti sínu sem gerir 71 prósent skotnýtingu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Jordan og Geitin í Valsliðinu „Það gleður mann alltaf mikið að sjá Jón Arnór spila vel. Hann á það bara skilið því maður veit hvað hann leggur á sig. Hann sýndi frábæran leik í kvöld og leið vel í hornunum í þriggja stiga skotunum, svo var hann að spila hörku vörn og gera það sem maður þekkir hann besti fyrir,“ sagði Hermann. „Hann kemur af bekknum og það getur verið hlutverk sem hentar bæði fyrir hann og líka fyrir Valsliðið. Að fá þennan mann af bekknum. Það sem breytist líka með þessum nýja manni, Jordan, er að Jón Arnór getur svolítið plantað sér í hornin og fengið aðeins að fylgjast með til að lesa varnirnar,“ sagði Sævar. „Að fá mann eins og Jón Arnór af bekknum, frábær varnarmaður, með mikla reynslu og sigurvegari. Hann getur líka skotið vel,“ sagði Sævar. Kjartan Atli Kjartansson vakti þá athygli á því að Jón Arnór hefur oft komið inn af bekknum þegar hann var að spila í bestu deildum Evrópu. „Hann hefur komið inn af bekknum hjá liðum í Evrópu því þar er þetta bara allt öðruvísi því leikmannahópurinn rúllar allt öðruvísi. Hann kann þessa list að koma inn og breyta takti leikja sem er sjaldhæft að kunna,“ sagði Kjartan Atli. Það má finna alla umræðuna um Jordan og geitina í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Sjá meira
Jordan Roland skoraði 35 stig í ellefu stiga sigri Vals á ÍR, 101-90, en það munaði líka gríðarlega mikið um að fá tíu stig frá Jóni Arnóri Stefánssyni í fjórða leikhluta. „Mér finnst þetta vera leikmaðurinn sem Val vantaði. Það vantaði einhvern ‚go to gæja' ef maður slettir, leikmann sem getur brotið upp varnir og skorað alls konar körfur. Hann er með mjög skrýtið skot en það er rosalega skilvirkt. Hann er skorari af guðs náð,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Jordan Roland hitti úr fjórum af átta þriggja stiga skotum sínum og setti niður 83 prósent skota sinna fyrir innan þriggja stiga línuna. „Þetta var líka svo átakalaust fyrir hann. Þetta var kannski lítil gabbhreyfingu og smá knattrak og hann var kominn upp í mjög öruggt skot. Þegar þú ert svona góður sóknarmaður og átt svona auðvelt að búa til færi þá er þetta rosalega góður leikmaður sem Valsmenn eru búnir að fá í hendurnar,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Valsmenn fengu ekki aðeins 35 stig frá Jordan því þeir fengu líka 20 stig frá geitinni Jóni Arnóri Stefánssyni. Saman hittu þeir Jordan og Jón Arnór úr 22 af 31 skoti sínu sem gerir 71 prósent skotnýtingu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Jordan og Geitin í Valsliðinu „Það gleður mann alltaf mikið að sjá Jón Arnór spila vel. Hann á það bara skilið því maður veit hvað hann leggur á sig. Hann sýndi frábæran leik í kvöld og leið vel í hornunum í þriggja stiga skotunum, svo var hann að spila hörku vörn og gera það sem maður þekkir hann besti fyrir,“ sagði Hermann. „Hann kemur af bekknum og það getur verið hlutverk sem hentar bæði fyrir hann og líka fyrir Valsliðið. Að fá þennan mann af bekknum. Það sem breytist líka með þessum nýja manni, Jordan, er að Jón Arnór getur svolítið plantað sér í hornin og fengið aðeins að fylgjast með til að lesa varnirnar,“ sagði Sævar. „Að fá mann eins og Jón Arnór af bekknum, frábær varnarmaður, með mikla reynslu og sigurvegari. Hann getur líka skotið vel,“ sagði Sævar. Kjartan Atli Kjartansson vakti þá athygli á því að Jón Arnór hefur oft komið inn af bekknum þegar hann var að spila í bestu deildum Evrópu. „Hann hefur komið inn af bekknum hjá liðum í Evrópu því þar er þetta bara allt öðruvísi því leikmannahópurinn rúllar allt öðruvísi. Hann kann þessa list að koma inn og breyta takti leikja sem er sjaldhæft að kunna,“ sagði Kjartan Atli. Það má finna alla umræðuna um Jordan og geitina í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum