NBA dagsins: Nikola Jokic komst í fámennan hóp með Wilt Chamberlain Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 15:00 Nikola Jokic er búinn að bæta sig mikið og er að spila frábærlega með liði Denver Nuggets á þessu tímabili. Getty/Will Newton Það er orðið ljóst að Nikola Jokic, miðherji Denver Nuggets, ætlar að gera tilkall til þess að vera kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar í ár. Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn með Denver Nuggets í nótt þegar hann var með þrennu á móti Milwaukee Bucks. Jokic endaði leikinn með 37 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst. Þetta var níunda þrenna hans á tímabilinu en auk þess hefur hann verið einu frákasti eða einni stoðsendingu frá þrennunni í sex öðrum leikjum. Jokic náði um leið sinni fimmtugustu þrennu á NBA-ferlinum en aðeins einn annar miðherji hefur náð því og það er enginn annar en hinn magnaði Wilt Chamberlain sem var með 78 þrennur á sínum ferli. Aðeins Magic Johnson og Oscar Robertson voru líka fljótari en Jokic í fimmtíu þrennur á sínum ferlum af þeim sem hafa komist í þennan fimmtíu þrennu úrvalshóp leikmanna úr öllum leikstöðum. Klippa: NBA dagsins (frá 2. mars 2021) Nikola Jokic er að eiga sitt besta tímabil á NBA-ferlinum í stigum (27,1 í leik), fráköstum (11,0), stoðsendingu (8,5), þriggja stiga skotnýtingu (41,1%) og vítanýtingu (88,2%). „Hann er enn bara 25 ára gamall sem er magnað. Nikola er með fimmtíu þrennur en auki er hann með 20 leiki þar sem hann vantaði bara eitt frákast eða eina stoðsendingu í þrennuna. Það sýnir bara hversu stórkostlegur hann er. Þessi gæi verður aldrei orkulaus og aldrei þreyttur,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets. Jokic þurfti bara 23 skot til að skora þessi 37 stig en hann hitti úr 15 af 23 skotum. Eitt af því sem hann er bæta sig í er að troða boltanum í körfuna. Jokic tróð þrisvar í sigrinum á Bucks og er kominn með tuttugu troðslur á ferlinum. Hann hefur aldrei troðið oftar en 23 sinnum á einu tímabili. Það er því ekkert skrýtið að Michael Malone þjálfari hafi grínast með það senda hann í troðslukeppnina á Stjörnuleiknum sem verður um næstu helgi. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá sigri Denver Nuggets í nótt en einnig frá tapleikjum Los Angeles liðanna. Lakers tapaði á móti sjóðheitu liði Phoenix Suns og Boston Celtics vann Clippers. Svo fylgja tíu flottustu tilþrif næturinnar. NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn með Denver Nuggets í nótt þegar hann var með þrennu á móti Milwaukee Bucks. Jokic endaði leikinn með 37 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst. Þetta var níunda þrenna hans á tímabilinu en auk þess hefur hann verið einu frákasti eða einni stoðsendingu frá þrennunni í sex öðrum leikjum. Jokic náði um leið sinni fimmtugustu þrennu á NBA-ferlinum en aðeins einn annar miðherji hefur náð því og það er enginn annar en hinn magnaði Wilt Chamberlain sem var með 78 þrennur á sínum ferli. Aðeins Magic Johnson og Oscar Robertson voru líka fljótari en Jokic í fimmtíu þrennur á sínum ferlum af þeim sem hafa komist í þennan fimmtíu þrennu úrvalshóp leikmanna úr öllum leikstöðum. Klippa: NBA dagsins (frá 2. mars 2021) Nikola Jokic er að eiga sitt besta tímabil á NBA-ferlinum í stigum (27,1 í leik), fráköstum (11,0), stoðsendingu (8,5), þriggja stiga skotnýtingu (41,1%) og vítanýtingu (88,2%). „Hann er enn bara 25 ára gamall sem er magnað. Nikola er með fimmtíu þrennur en auki er hann með 20 leiki þar sem hann vantaði bara eitt frákast eða eina stoðsendingu í þrennuna. Það sýnir bara hversu stórkostlegur hann er. Þessi gæi verður aldrei orkulaus og aldrei þreyttur,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets. Jokic þurfti bara 23 skot til að skora þessi 37 stig en hann hitti úr 15 af 23 skotum. Eitt af því sem hann er bæta sig í er að troða boltanum í körfuna. Jokic tróð þrisvar í sigrinum á Bucks og er kominn með tuttugu troðslur á ferlinum. Hann hefur aldrei troðið oftar en 23 sinnum á einu tímabili. Það er því ekkert skrýtið að Michael Malone þjálfari hafi grínast með það senda hann í troðslukeppnina á Stjörnuleiknum sem verður um næstu helgi. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá sigri Denver Nuggets í nótt en einnig frá tapleikjum Los Angeles liðanna. Lakers tapaði á móti sjóðheitu liði Phoenix Suns og Boston Celtics vann Clippers. Svo fylgja tíu flottustu tilþrif næturinnar.
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti