Viðskipti innlent

Wise og Net­heimur í eina sæng

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhannes H. Guðjónsson, forstjóri Wise, og Ellert K. Stefánsson, annar eiganda Netheims.
Jóhannes H. Guðjónsson, forstjóri Wise, og Ellert K. Stefánsson, annar eiganda Netheims. Wise

Hugbúnaðarfyrirtækið Wise og upplýsingatæknifyrirtækið Netheimur hafa sameinast um að klára samruna fyrirtækjanna undir merkjum Wise.

Frá þessu segir í tilkynningu en með sameiningunni verða starfsmenn sameinaðs fyrirtækis nú 110 talsins.

„Wise skipti um eigendur í upphafi árs 2020 þegar fyrirtæki í eigu Jónasar Hagan keypti meirihluta í fyrirtækinu. Wise, sem áður hét Maritech, hefur verið í rekstri sem endursöluaðili á Microsoft hugbúnaði og eigin sérlausnum í 26 ár. Á meðal eitt þúsund viðskiptavina Wise eru sveitarfélög, sjávarútvegs, fjármála-, framleiðslu-, verslunarfyrirtæki, og fyrirtæki í ýmis konar sérfræðiþjónustu. Markmið Wise hefur fyrst og fremst verið að þjónusta íslensk fyrirtæki með alhliða viðskiptalausnum.

Netheimur var stofnað árið 1998 og hefur frá upphafi verið í eigu Ellert Kristjáns Stefánssonar og Guðmundar Inga Hjartarsonar. Netheimur hefur sérhæft sig í hýsingu og rekstri tölvukerfa, en sinnir í raun allri upplýsingatækniþjónustu fyrir fyrirtæki. Stærstu viðskiptavinir Netheims eru í smásölu en fyrirtækið þjónustar einnig heildsölur, lögfræðistofur, tannlæknastofur, verkfræðistofur, útgáfufélög, starfsmannaleigur,“ segir í tilkynningununni.

Jónas Hagan er stjórnarformaður og stærsti eigandi Wise, en forstjóri fyrirtækisins er Jóhannes Helgi Guðjónsson.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.