Viðskipti innlent

Flug­ferð til Suður­skautsins gekk vonum framar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vísindamennirnir sem flugu heim til Noregs með Icelandair fyrir framan vélina.
Vísindamennirnir sem flugu heim til Noregs með Icelandair fyrir framan vélina. Aðsend/Icelandair

Flugvél Icelandair sem flaug til Suðurskautslandsins fyrir helgi til að sækja norskt vísindafólk á vegum Norsku heimskautsstofnunarinnar. Ferðin tók fimm daga og gekk hún vonum framar.

Tuttugu manna áhöfn Icelandair hélt af stað frá Keflavík til Höfðaborgar í Suður-Afríku á miðvikudagskvöld og hélt svo þaðan áfram til Suðurskautsins á föstudagsmorgun. Vélin lenti þar um hádegisbil á föstudag samkvæmt upplýsingum frá Icelandair.

Flugvél Icelandair á flugbrautinni uppi á jökli á Suðurskautslandinu.Aðsend/Icelandair

August Hakansson, leiðangursstjóri og flugstjóri, sagði í kvöldfréttum RÚV að ferðin hafi gengið vel. Veðrið hafi verið gott við komuna, lending og flugtak hafi gengið vonum framar og flugbrautin ekki verið hál þrátt fyrir að vera uppi á jökli.

Eftir stutt stopp á Suðurskautslandinu, þar sem vísindafólk á norsku rannsóknarstöðinni Troll á Prinsessu Mörtu ströndinni var sótt, var förinni heitið aftur til Höfðaborgar og þaðan til Óslóar í Noregi.

Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er um leiguflugsverkefni á vegum Loftleiða, dótturfélags Icelandair Group, að ræða en Loftleiðir sérhæfa sig í leiguflugi og ráðgjöf. Þá segir í tilkynningu frá félaginu að fjöldi starfsmanna Icelandair og Loftleiða hafi komið að þessari ferð, sem hafi krafist gríðarlegs undirbúnings enda aðstæður um margt sérstæðar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
5,33
12
19.164
BRIM
4,76
17
260.514
VIS
2,21
5
54.632
EIM
2,05
2
15.025
SJOVA
1,87
11
73.949

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,2
52
37.047
HAGA
-1,01
8
100.242
MAREL
-0,8
8
25.511
LEQ
-0,16
1
2.482
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.