Viðskipti innlent

Prentmet Oddi kaupir Ásprent Stíl

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Starfsfólk Prentmet Odda.
Starfsfólk Prentmet Odda. Aðsend

Prentmet Oddi hefur keypt rekstur Ásprents Stíls á Akureyri og hyggst endurvekja rekstur þess í samstarfi við KEA. Prentmet Oddi hyggst efla límmiðaprentun sem og stafræna prentun Ásprents Stíls og verður tækjakostur starfseminnar efldur í því samhengi að því er segir í fréttatilkynningu.

„Boðið verður upp á öfluga alhliða prentþjónustu þar sem persónuleg þjónusta verður í fyrirrúmi. Prentmet Oddi þekkir vel til rekstrar prentsmiðja utan höfuðborgarsvæðisins en félagið hefur um langt skeið rekið starfsstöðvar bæði á Akranesi og Selfossi. Gunnhildur Helgadóttir hefur tekið til starfa sem útibústjóri. Einnig munu fimm aðrir starfsmenn Ásprent Stíls starfa hjá útibúinu á Akureyri,“ segir í tilkynningunni.

Ásprent Stíll er rótgróin prentsmiðja stofnuð árið 1975 af Árni Sverrissyni en rekstur prentsmiðjunnar má þó rekja allt til ársins 1901. Prentsmiðjan hefur því þjónustað íbúa og atvinnulíf á Norðurlandi svo áratugum skiptir og mun gera það áfram.

Eigendur Prentmet Odda, hjónin Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir segjast í tilkynningu full tilhlökkunar að taka við rekstrinum. 

„Við erum spennt að takast á við þetta verkefni en við höfum sterkar taugar til Akureyrar enda kynntumst við hjónin þar í skólaferðalagi fyrir rétt rúmum 30 árum.“ 

Vöruúrval verði eflt og kjörorð Prentmet Odda, hraði, gæði og persónuleg þjónusta verði höfð að leiðarljósi í starfseminni. Þau segja það forsendu þess að að ráðast í þetta verkefni og til að tryggja umsvif fyrirtækisins á Akureyri að eiga gott samstarf við KEA um endurreisn rekstrarins, meðal annars með viðskiptasamningum um prentun.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
12,5
171
450.216
REITIR
3,54
20
173.959
REGINN
3,41
13
75.675
EIK
3,06
10
86.244
KVIKA
2,42
33
476.658

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-0,55
3
83.240
ICESEA
0
11
159.681
VIS
0
6
55.124
SJOVA
0
11
157.421
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.