Frá þessu segir í Viðskiptablaðinu, en þar er haft eftir Jóni Ólafi Halldórssyni, forstjóra Olís, að ákvörðun um að hætta með Quiznos megi tekja til áhrifa faraldurs kórónuveirunnar. Hann segir að tekjufall hafi verið mikið og ráðist hafi verið í miklar hagræðingar- og umbótaaðgerðir. Lokun Quiznos sé liður í því.
Olís sótti um sérleyfi fyrir Quiznos á Íslandi árið 2007 og opnaði þá fyrsta stað sinn á stöðinni við Rauðavatn. Annar aðili hafði þó rekið Quiznos hér á landi áður en Olís sótti um sérleyfið.
Á heimasíðu Olís segir skyndibitastaðir undir merkjum ReDi Deli hafi fyrst opnað í október síðastliðinn – á stöðvum félagsins í Mjódd, Keflavík og á Akureyri.
Quiznos Sub var stofnað í Denver í Colorado í Bandaríkjunum árið 1981.