„Glannaleg umræða“ um eigið fé bankanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 13:00 Gylfi Magnússon prófessor við HÍ var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Egill Umræða um eigið fé bankanna er á köflum mjög glannaleg að mati Gylfa Magnússonar hagfræðiprófessors. Þá telur hann vert að spyrja að því hvort rétt sé að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka þegar tortryggni ríkir gagnvart því í samfélaginu. Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu velt upp sjónarmiðum er varða fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur lýst efasemdum um umræðu sem uppi hefur verið um að of mikið eigið fé sé í bönkunum. „Manni rennur satt best að segja kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður heyrir þessa frekar glannalegu umræðu um eigið fé banka aftur. Auðvitað var þetta stór hluti af þemanu í bólunni líka, að það þyrfti að auka vogun og láta peningana vinna og vera ekki með allt of mikið eigið fé og það allt saman. Og það er nú ekki nema rúmur áratugur síðan en samt virðist, ég ætla nú ekki að segja þjóðin, en einhver hluti hennar sem hefur bara algjörlega gleymt þessu og ekki dregið réttar ályktanir af þessu,“ sagði Gylfi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að eiginfjárhlutfall hér sé almennt hærra hér á landi en annars staðar í Evrópu. Bankakerfið hér á landi hafi einfaldlega verið sniðið með þeim hætti við enduruppbyggingu þess í kjölfar hrunsins. „Ég hef engar áhyggjur af því að bankarnir séu að fara á hausinn eða eitthvað svoleiðis, þeir eru alls ekkert glannalega reknir eða standa alls ekkert illa. En það er verulegur þrýstingur á að gera reksturinn glannalegri. Það er verið að berjast fyrir til dæmis lægri eiginfjárkröfum,“ sagði Gylfi. Þá var Gylfi spurður hvort það væri góður tími núna til að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka „Það er bara voða lítið traust í samfélaginu til sölu á bönkum, og reyndar lítið traust til bankakerfisins í heild líka þó að það hafi aðeins farið skánandi. Það er spurning hvort að það sé gott að selja banka við þær aðstæður,“ sagði Gylfi meðal annars. Það séu þó margir fleiri þættir sem rétt sé að líta til líkt og heyra má í viðtalinu við Gylfa í heild sinni sem má hlusta á í spilaranum hér að ofan. Íslenskir bankar Sprengisandur Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu velt upp sjónarmiðum er varða fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur lýst efasemdum um umræðu sem uppi hefur verið um að of mikið eigið fé sé í bönkunum. „Manni rennur satt best að segja kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður heyrir þessa frekar glannalegu umræðu um eigið fé banka aftur. Auðvitað var þetta stór hluti af þemanu í bólunni líka, að það þyrfti að auka vogun og láta peningana vinna og vera ekki með allt of mikið eigið fé og það allt saman. Og það er nú ekki nema rúmur áratugur síðan en samt virðist, ég ætla nú ekki að segja þjóðin, en einhver hluti hennar sem hefur bara algjörlega gleymt þessu og ekki dregið réttar ályktanir af þessu,“ sagði Gylfi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að eiginfjárhlutfall hér sé almennt hærra hér á landi en annars staðar í Evrópu. Bankakerfið hér á landi hafi einfaldlega verið sniðið með þeim hætti við enduruppbyggingu þess í kjölfar hrunsins. „Ég hef engar áhyggjur af því að bankarnir séu að fara á hausinn eða eitthvað svoleiðis, þeir eru alls ekkert glannalega reknir eða standa alls ekkert illa. En það er verulegur þrýstingur á að gera reksturinn glannalegri. Það er verið að berjast fyrir til dæmis lægri eiginfjárkröfum,“ sagði Gylfi. Þá var Gylfi spurður hvort það væri góður tími núna til að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka „Það er bara voða lítið traust í samfélaginu til sölu á bönkum, og reyndar lítið traust til bankakerfisins í heild líka þó að það hafi aðeins farið skánandi. Það er spurning hvort að það sé gott að selja banka við þær aðstæður,“ sagði Gylfi meðal annars. Það séu þó margir fleiri þættir sem rétt sé að líta til líkt og heyra má í viðtalinu við Gylfa í heild sinni sem má hlusta á í spilaranum hér að ofan.
Íslenskir bankar Sprengisandur Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira