„Glannaleg umræða“ um eigið fé bankanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 13:00 Gylfi Magnússon prófessor við HÍ var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Egill Umræða um eigið fé bankanna er á köflum mjög glannaleg að mati Gylfa Magnússonar hagfræðiprófessors. Þá telur hann vert að spyrja að því hvort rétt sé að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka þegar tortryggni ríkir gagnvart því í samfélaginu. Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu velt upp sjónarmiðum er varða fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur lýst efasemdum um umræðu sem uppi hefur verið um að of mikið eigið fé sé í bönkunum. „Manni rennur satt best að segja kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður heyrir þessa frekar glannalegu umræðu um eigið fé banka aftur. Auðvitað var þetta stór hluti af þemanu í bólunni líka, að það þyrfti að auka vogun og láta peningana vinna og vera ekki með allt of mikið eigið fé og það allt saman. Og það er nú ekki nema rúmur áratugur síðan en samt virðist, ég ætla nú ekki að segja þjóðin, en einhver hluti hennar sem hefur bara algjörlega gleymt þessu og ekki dregið réttar ályktanir af þessu,“ sagði Gylfi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að eiginfjárhlutfall hér sé almennt hærra hér á landi en annars staðar í Evrópu. Bankakerfið hér á landi hafi einfaldlega verið sniðið með þeim hætti við enduruppbyggingu þess í kjölfar hrunsins. „Ég hef engar áhyggjur af því að bankarnir séu að fara á hausinn eða eitthvað svoleiðis, þeir eru alls ekkert glannalega reknir eða standa alls ekkert illa. En það er verulegur þrýstingur á að gera reksturinn glannalegri. Það er verið að berjast fyrir til dæmis lægri eiginfjárkröfum,“ sagði Gylfi. Þá var Gylfi spurður hvort það væri góður tími núna til að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka „Það er bara voða lítið traust í samfélaginu til sölu á bönkum, og reyndar lítið traust til bankakerfisins í heild líka þó að það hafi aðeins farið skánandi. Það er spurning hvort að það sé gott að selja banka við þær aðstæður,“ sagði Gylfi meðal annars. Það séu þó margir fleiri þættir sem rétt sé að líta til líkt og heyra má í viðtalinu við Gylfa í heild sinni sem má hlusta á í spilaranum hér að ofan. Íslenskir bankar Sprengisandur Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu velt upp sjónarmiðum er varða fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur lýst efasemdum um umræðu sem uppi hefur verið um að of mikið eigið fé sé í bönkunum. „Manni rennur satt best að segja kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður heyrir þessa frekar glannalegu umræðu um eigið fé banka aftur. Auðvitað var þetta stór hluti af þemanu í bólunni líka, að það þyrfti að auka vogun og láta peningana vinna og vera ekki með allt of mikið eigið fé og það allt saman. Og það er nú ekki nema rúmur áratugur síðan en samt virðist, ég ætla nú ekki að segja þjóðin, en einhver hluti hennar sem hefur bara algjörlega gleymt þessu og ekki dregið réttar ályktanir af þessu,“ sagði Gylfi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að eiginfjárhlutfall hér sé almennt hærra hér á landi en annars staðar í Evrópu. Bankakerfið hér á landi hafi einfaldlega verið sniðið með þeim hætti við enduruppbyggingu þess í kjölfar hrunsins. „Ég hef engar áhyggjur af því að bankarnir séu að fara á hausinn eða eitthvað svoleiðis, þeir eru alls ekkert glannalega reknir eða standa alls ekkert illa. En það er verulegur þrýstingur á að gera reksturinn glannalegri. Það er verið að berjast fyrir til dæmis lægri eiginfjárkröfum,“ sagði Gylfi. Þá var Gylfi spurður hvort það væri góður tími núna til að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka „Það er bara voða lítið traust í samfélaginu til sölu á bönkum, og reyndar lítið traust til bankakerfisins í heild líka þó að það hafi aðeins farið skánandi. Það er spurning hvort að það sé gott að selja banka við þær aðstæður,“ sagði Gylfi meðal annars. Það séu þó margir fleiri þættir sem rétt sé að líta til líkt og heyra má í viðtalinu við Gylfa í heild sinni sem má hlusta á í spilaranum hér að ofan.
Íslenskir bankar Sprengisandur Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira